Fiskilækjarvatn

Fiskilækjarvatn - Veiðistaðavefurinn

Fiskilækjarvatn sem einnig er nefnt Fjárhúsavatn er lítið og nett vatn sem staðsett er í Melasveit í um 60 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið liggur í um 50 metrum yfir sjávarmáli og er um 0.13 km2 að flatarmáli.

Þetta er ákaflega fjölskylduvænn veiðistaður, en bæði er hægt að veiða bleikju og urriða í vatninu. Stærð fiska í vatninu er mest 1 ~ 2 pund, en töluvert er einnig af stærri fiskum, 3 pund og ofar.

Mest hafa heyrst sögusagnir af veiði á maðk, eða spón í vatninu, en það er samt ekki algilt og um að gera að reyna fyrir sér með flugu líka.

Fiskilækur rennur úr Fiskilækjarvatni, en töluvert veiddist af sjóbirtingi í þessum læk hér áður fyrr, og því ekki algalið að kanna með veiðimöguleika í læknum einnig, sérstaklega í ljósi þess að sjóbirtingurinn er að ná sér verulega á strik á vesturlandinu nú í seinni tíð.

Við hlið Fiskilækjarvatns er annað vatn sem heitir Gudduvatn. Þetta er einnig ágætt silungsveiðivatn.

Besti veiðitíminn í Fiskilækjarvatni er fyrripart sumars.

Hægt er að nálgast upplýsingar um veiðileyfi á bænum Fiskilæk í síma 433 8871, og jafnvel á bænum Skorholti í síma 433 8892, en veiðileyfi kosta um 2000 kr. dagstöngin

Fiskilækjarvatn – Skemmtilegar myndir:

x

Check Also

Flóðatangi

Flóðatangi er veiðisvæðið neðst í Norðurá við vatnamót Norðurár og Hvítar. Þetta er mjög aðgengilegt og fallegt tveggja stanga svæði og veiðist þar nokkuð af ...