Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Efri Haukadalsá
  • Efri Haukadalsá

    Vel þekkt sjóbleikju veiðiperla í Dölunum með laxavon

  • Efri Haukadalsá

    Vel þekkt sjóbleikju veiðiperla í Dölunum með laxavon

  • Efri Haukadalsá

    Vel þekkt sjóbleikju veiðiperla í Dölunum með laxavon

Efri Haukadalsá

Efri Haukadals - Veiðistaðavefurinn

Efri Haukadalsá fellur um Haukadal í Dölum í um 140 km fjarlægð frá Reykjavík. Áin er helst þekkt sem góð sjóbleikjuá með nokkurri laxavon, en hún er í kaldara lagi sökum hversu vatnasviðið er hálent, og er talið það séu orsökin á því hversu erfitt laxinn á uppdráttar þarna.

Efri Haukadalsá fellur í Haukadalsvatn frá efstu upptökum sínum við Jörfamúla, en á leiðinni renna á ánna ýmsir lækir sem gerir ánna að því vatnsfalli sem það er.

Veiðisvæðið sjálft í Efri Haukadalsá telur um 11 km vegalengd, með um 34 merktum veiðistöðum, frá Haukadalsvatni upp að efstu bæjum sem er að finna í dalnum. Efsti hluti árinnar fellur um gljúfur en neðar er áin lygnari og hentar sjóbleikju vel.

Haukadalsá er góður kostur fyrir fjölskylduna og getur oft verið mikið líf í ósnum þar sem áin rennur í Haukadalsvatn.

Neðri partur árinnar, og þá sérstaklega ósinn, er talinn bestur til að næla sér í bleikju, en laxavon er helst í efri hlutanum.

Í Efri Haukadalsá er veitt á 2 stangir á dag út tímabilið sem hefst 1. júlí, og eingöngu leyft að veiða á flugu. Þó má veiða með maðki í ósnum sjálfum, en það hefur verið hugsað fyrir blessuð börnin, og þá sem eru að renna fyrir bleikju.
Sleppiskylda á veiddum laxi er alger.

Seldum veiðileyfum fylgir mjög gott veiðihús þar sem 10 manns geta sofið, en sængur og koddar fyrir allt að 8 manns eru á staðnum.
Eining er þar heitur pottur á veröndinni, sem og gasgrill, og má því segja að aðstaðan sé öll hin besta.

Til að komast að veiðihúsinu er ekið er sem leið liggur þjóðveg 1 í gegnum Borgarnes og áfram upp Norðurárdalinn. Tekinn er afleggjari á vinstri hönd er liggur um Bröttubrekku áleiðis til Búðardals. Beygt er inn á afleggjara til vinstri rétt áður en farið er yfir brúna yfir Haukadalsá.
Ekið er meðfram vatninu og áfram upp með ánni og er veiðihúsið þá fljótlega á hægri hönd.

Veiðimenn athugið: Þið eruð beðnir að ganga vel um og taka með ykkur sorp að veiði lokinni.

Myndir fengnar af vef leigutaka Efri Haukadalsáar: https://www.facebook.com/efrihauka

Efri Haukadalsá – vinsælar flugur:

 

x

Check Also

Núpá í Núpárdal

Núpá er dragá sem á upptök sín á hálendinu ofan Núpdals og leynir verulega á sér. Áin á sameiginlegan ós með Haffjarðará á Löngufjörum við ...