Áhugaverð svæði

Flóðatangi

Flóðatangi er veiðisvæðið neðst í Norðurá við vatnamót Norðurár og Hvítar.
Þetta er mjög aðgengilegt og fallegt tveggja stanga svæði og veiðist þar nokkuð af staðbundnum silungi, bæði urriða og bleikju, en einnig sjóbirting.

Flóðatangi er með um 11 merkta staði og eru þeir nokkrir fornfrægir, s.s. veiðistaðurinn Kastalahylur.
Ár hvert kemur einnig stöku lax á land, enda fer allur lax á leiði í Norðurá þarna um.

Fish Partner

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Seleyri við Borgarfjarðarbrú

Seleyri er við Borgarfjarðarbrú og telst því til strandveiða, en fjarlægðin er um 73 km frá Reykjavík. Þarna er töluvert af sjóbirtingi og sjóbleikju, og ...