Áhugaverð svæði
Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vesturlandi / Seleyri við Borgarfjarðarbrú

Seleyri við Borgarfjarðarbrú

Seleyri - Veiðistaðavefurinn

Seleyri er við Borgarfjarðarbrú og telst því til strandveiða, en fjarlægðin er um 73 km frá Reykjavík.
Þarna er töluvert af sjóbirtingi og sjóbleikju, og einnig lax sem oft kraumar af þarna þegar hann er á hraðferð fram hjá áleiðis upp vatnakerfið.

Varðandi leyfi til veiða á Seleyri skal ræða við landeigendur, en þetta svæði tilheyrir Höfnum og Borgarbyggð, og því ekki leyfilegt að veiða hér án leyfis.

Einnig skal komið á framfæri eftirfarandi tilkynningu frá Stangaveiðifélagi Borgarness sem er samstarfsvettvangur áa í Borgarfirði:

Af gefnu tilefni vill stjórn SVFB minna á að vegna mjög lélegs ástands bleikjustofnsins (sjóbleikjan) er áfram sama fyrirkomulag og verið hefur þ.e.a.s. að skilt er sleppa allri sjóbleikju sem veiðist á Seleyrinni. Einnig hvetur stjórnin til hóflegrar veiði á sjóbirting.

Viðstöðulausar laxagöngur þarna framhjá eru tilkomumiklar og er oft tilkomumikið að fylgjast með.

Seleyri – veðrið á svæðinu:

Fish Partner

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Gufudalsá

Gufudalsá er í Gufudal í um 250 km. fjarlægð frá Reykjavík, og er heildarlengd veiðisvæðisins ...