Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vesturlandi / Lárós á Snæfellsnesi

Lárós á Snæfellsnesi

Lárós - Veiðistaðavefurinn

Lárós er lítið sjávarlón sem gengur inn úr Látravík á Snæfellsnesi, skotspöl frá Grundarfirði eða einungis í um 10 km fjarlægð. Frá Reykjavík er hinsvegar vegalengdin um 180 km, og liggur þjóðvegurinn rétt fyrir sunnan lónið.

Lárósvatnið er einungis í um einum metra yfir sjávarmáli þannig að þar gætir bæði flóðs og fjöru, og er það um 1.6 km2 að flatarmáli.
Þarna er meðaldýpið um 2-3 metrar þó mesta dýpi sé hinsvegar um 11 metrar.

Hér á árum áður var fiskeldi starfrækt hér á vegum fyrirtækisins Láróss hf og um stund var þarna nokkur hafbeit fyrir lax. Þetta er hinsvegar liðin tíð og slíkt fiskeldi er ekki lengur til staðar þarna.

Nokkuð mikið af 1 – 6 punda bleikju er í lóninu sem vinsælt var að veiða, en heyrst hefur að veiðileyfi séu ekki seld þarna lengur. Það má þó kanna möguleikann til veiða með því að hafa samband við landareigendur.

Upphafsmynd fengin af skessuhorn.is

Myndir frá svæðinu:

Lárós – veðrið á svæðinu

x

Check Also

Flóðatangi

Flóðatangi er veiðisvæðið neðst í Norðurá við vatnamót Norðurár og Hvítar. Þetta er mjög aðgengilegt og fallegt tveggja stanga svæði og veiðist þar nokkuð af ...