Áhugaverð svæði
Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Staðará í Staðarsveit

Staðará í Staðarsveit

Staðará - Veiðistaðavefurinn

Staðará í Staðarsveit er á Snæfellsnesi í um 200km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 85 km fjarlægð frá Borgarnesi.
Áin á upptök sín í Hagavatni og fellur til sjávar í Vatnsflóa. Í Hagavatni er ágæt veiði, bæði sjóbleikja, sjóbirtingur, og stöku lax og getur stærð fiska í vatninu orðið nokkuð góð.
Það er hinsvegar nokkuð mikill gróður í vatninu og hentar það kannski ekki mjög vel fyrir stangaveiði.

Staðará hefur verið þekkt sem ein af allra bestu sjóbirtingsám landsins og getur veiði þar á orðið ansi mögnuð ár hvert.
Mest er um sjóbirting í ánni, en þar er einnig nokkur bleikja, og laxavon er alltaf einhver.

Veitt er á 3 dagsstangir út tímabilið í Staðará sem nær frá 20. júní til 20. september ár hvert.
Leyfilegt er að nota flugu, maðk, og spón sem agn, og enginn kvóti er á veiði. Hinsvegar þarf að sleppa öllum laxi og sjóbirtingi sem er 70 cm eða stærri.

Lítill veiðikofi fylgir seldum veiðileyfum þar sem veiðimenn geta notað sem afdrep, notað snyrtingu, og búið sér til kaffisopa.

Upphafsmynd: skessuhorn.is

Vinsælar flugur:

Staðará – Skemmtilegar myndir frá ánni:

Fish Partner

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Álftá á Mýrum

Álftá á Mýrum er lítil og nett laxveiðiá sem á upptök sín í jaðri Álftárhrauns. ...