Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vesturlandi (page 2)

Silungsveiði á Vesturlandi

Hlíðarvatn í Hnappadal

  Hraunholtsá rennur úr Hlíðarvatni í Oddastaðavatn sem er strax við hliðina á Hlíðarvatni. Djúpadalsá rennur í vatnið suðaustan megin og Fossá norðaustan megin. Í vatninu er bæði urriði og bleikja, og hefur verið talað um að 3 bleikjustofnar séu í vatninu. Veiði getur oft á tíðum verið allgóð, og stærð fiska er allt frá litlum 500gr bleikjum upp í ...

Lesa meira »

Götuvötn á Rauðamelsheiði

Götuvötn er vatnaklasi sem er á Rauðamelsheiði í Skógarstrandarhreppi í Snæfellssýslu. Vötn þessi eru nokkuð fyrir austan veg nr 55. Þessi vötn eru í um 210 m hæð yfir sjávarmáli og eru um 0,4 km² að flatarmáli, en Götuvatn sjálft, sem er eitt af vötnunum, er um 0,14 km² að flatarmáli. Aðkoma að vötnunum er erfið þó heyrst hafi að ...

Lesa meira »

Fagradalsá

Fagradalsá er á Skarðsströnd í um 50 km fjarlægð frá Búðardal og í um 210 km fjarlægð frá Reykjavík. Þessi fallega litla á á upptök sín á hálendinu og rennur um Fagradal, og í þröngum gljúfrum, allt til sjávar á Skarðströnd við Breiðafjörð. Laxastigi var settur í gljúfrin sem aldrei virkaði og hefur því aldrei gengið lax upp í Fagradalsá. ...

Lesa meira »

Hvolsá & Staðarhólsá

Hvolsá og Staðarhólsá eru ákaflega skemmtilegar 4 stanga ár sem eru þekktar fyrir sjóbleikjuveiði í Saurbæ í Dalasýslu, í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík. Staðarhólsá á upptök sín á Sælingsdalsheiði og Hvolsá á upptök sín í Brekkudal sem Brekkudalsá. Einnig ber Staðarhólsá nafnið Hvammadalsá í upptökum sínum, en sameinaðar heita þær svo Hvolsá, sem er sjálf um 9 km ...

Lesa meira »