fbpx
Svæði sem vert er að skoða
Heim / Silungsveiði (page 2)

Silungsveiði

Fiskilækjarvatn

Fiskilækjarvatn sem einnig er nefnt Fjárhúsavatn er lítið og nett vatn sem staðsett er í Melasveit í um 60 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið liggur í um 50 metrum yfir sjávarmáli og er um 0.13 km2 að flatarmáli. Þetta er ákaflega fjölskylduvænn veiðistaður, en bæði er hægt að veiða bleikju og urriða í vatninu. Stærð fiska í vatninu er mest ...

Lesa meira »

Héðinsfjarðará ( Fjarðará )

Héðinsfjarðará sem einnig er nefnd Fjarðará, er í Héðinsfirði í um 387 km fjarlægð frá Reykjavík, er um 4 km löng og rennur í Héðinsfjarðarvatn. Héðinsfjarðarvatn liggur alveg við sjóinn í um 1 metra yfir sjávarmáli og er um 4 km langt. Héðinsfjarðará hefur löngum verið ákaflega vinsæl bleikjuveiðiá enda hafa oft verið sagðar sögur af stútfullri Héðinsfjaraðrá af bleikju. ...

Lesa meira »

Skorradalsvatn

Skorradalsvatn er í Skorradal í Borgarfirði í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, en Skorradalurinn er ákaflega fallegt svæði og er þar nokkuð mikil sumarhúsabyggð. Þetta er nokkuð mikið stöðuvatn og liggur það í um 58 metrum yfir sjávarmáli og er um 16 km langt en þó ekki nema um 1 ~ 1.5 km að breidd að mestum parti. Þetta ...

Lesa meira »

Norðfjarðará

Norðfjarðará er rétt við Neskaupsstað í Fjarðarbyggð í um 750 km fjarlægð frá Reykjavík. Upptökin eru undir Fanndalsfelli uppi á hálendinu inn af Norðfirði og eru nokkrar ár sem renna saman við hana á leið til sjávar í botni Norðfjarðar, svo sem Selá sem rennur úr Seldal, en einnig Hengifossá og aðrar minni sprænur. Norðfjarðará er ein af bestu sjóbleikjuám ...

Lesa meira »

Vatnamótin

Vatnamótin eru í nágrenni Kirkjubæjarklausturs í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu í um 285km fjarlægð frá Reykjavík, en einungis 12 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Veiðisvæðið sjálft er svo einungis 8 km sunnan við þjóðveginn sjálfann. Útsýnið frá Vatnamótum er heldur betur glæsilegt, bæði til fjalla og jökla. Þetta er gríðarlega stórt veiðisvæði og hefur löngum verið rómaður fyrir að vera með þeim ...

Lesa meira »

Staðará í Staðarsveit

Staðará í Staðarsveit er á Snæfellsnesi í um 200km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 85 km fjarlægð frá Borgarnesi. Áin á upptök sín í Hagavatni og fellur til sjávar í Vatnsflóa. Í Hagavatni er ágæt veiði, bæði sjóbleikja, sjóbirtingur, og stöku lax og getur stærð fiska í vatninu orðið nokkuð góð. Það er hinsvegar nokkuð mikill gróður í vatninu ...

Lesa meira »

Hafralónsá 5/5 (1)

Hafralónsá er í Þistilfirði á norðaustur hluta landsins, í skotspöl frá Þórshöfn, en í um 700 km fjarlægð frá Reykjavík. Þetta er 40 km. löng dragá sem á upptök sín í Heljardalsfjöllum og Stakfelli, Stakfellsvatni, og Hafralóni í um 500 metrum yfir sjávarmáli. Þetta er vatnsmikil og nokkuð köld á, svotil á pari við Sandá að vatnsmagni, með 28 km. ...

Lesa meira »

Ísafjarðará

Ísafjarðará er í botni Ísafjarðar í um 295 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 155 km fjarlægð frá Ísafjarðarbæ. Þetta er frekar stutt og köld á sem heldur laxi. Í ánni er einnig falleg bleikja. Í ánni eru nokkrir fallegir veiðistaðir, og er aðkoma nokkuð góð fyrir flesta bíla. Ekki er mælt með að fara langt inneftir með ánni ef ...

Lesa meira »

Heiðarvatn í Mýrdal

Heiðarvatn er í Mýrdal í um 190 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 11 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Þetta vatn hefur um árabil verið eitt af vinsælustu og þekktustu vötnum landsins þar sem hægt er að veiða næstum allar gerðir íslenskra ferskvatnsfiska, þ.e. sjóbirting, urriða, vatnableikju, og stöku lax. Þetta vatn er um 1.9 km2 að flatarmáli ...

Lesa meira »

Ólafsfjarðará í Ólafsfirði

Ólafsfjarðará rennur í Ólafsfjarðarvatn, sem er stórt sjávarlón í botni Ólafsfjarðar, í um 440 km fjarlægð frá Reykjavík, en í um 60 km fjarlægð frá Akureyri. Þetta er dragá sem á upptök sín á austanverðri Lágheiði og í fjalllendinu beggja vegna dalsins sem er nokkuð vatnsmikil, að mestu lygn, þó hún sé fremur straumhörð ofarlega. Áin á það til að ...

Lesa meira »