Heim / Silungsveiði / Silungur á Suðvesturlandi / Laxá í Kjós – sjóbirtingur

Laxá í Kjós – sjóbirtingur

Laxá í Kjós er laxveiðiá sem á upptök í Stíflisdalsvatni í Þingvallasveit. Í ánni er fossinn Þórufoss og gengur lax upp að þeim fossi. Lengd Laxár er 25 km.
Hún er í um 30 km. fjarlægð frá Reykjavík inn af Hvalfirði.

Fyrsta laxaklak á Íslandi var reynt í Laxá árið 1884. Frumkvæði að þeirri tilraun átti Þorkell Bjarnason prestur á Reynivöllum en hann fékk hingað norræna fiskifræðinga og var kössum sem vatn gat runnið í gegnum komið fyrir í Laxá og í kassana settar 13 hrygnur og 18 hængar.

Bæði Laxá í Kjós og Bugða eru skemmtilegar fluguveiðiár og flesta veiðistaði er vel hægt að veiða með einhendu.

Sjóbirtingstímabilið í Laxá í Kjós nær frá 1. apríl og líkur 10. maí. Veiðisvæðið nær frá Kotahyl og niður að sjó.

Veitt er með 4 stöngum á sjóbirtingstímanum og skal öllum fiski slept, hvort sem um er að ræða lax eða sjóbirtingur.

x

Check Also

Krossá á Skarðsströnd

Krossá er nett laxveiðiá og er staðsett á Skarðströnd í Dalasýslu í um 218 km. fjarlægð frá Reykjavík. Til að komast að Krossá er ekið ...