Systravatn

Á fjallsbrúninni fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur er vatnið Systravatn, í um 270 km. fjarlægð frá Reykjavík.
Á árum áður notuðu nunnurnar á Kirkjubæjarklaustri þetta vatn til að baða sig í, og kemur nafnið þaðan.

Ekki er vitað um mikla veiði í þessu vatni, en þó er sagt að í því sé einhver fiskur.

Veiðileyfi þangað eru ekki auglýst, en helst er að kanna með veiðimöguleika í upplýsingamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri, eða á Kirkjubæ II.

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...