Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi / Apavatn í Árnessýslu
  • Apavatn

    Fjölskylduvænn veiðistaður með mikið af fiski

  • Apavatn

    Fjölskylduvænn veiðistaður með mikið af fiski

Apavatn í Árnessýslu

Apavatn er staðsett nálægt Laugarvatni í Árnessýslu um 80 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 14 km² að stærð og liggur í um 59 m yfir sjávarmáli.

Þetta er frekar grunnt vatn, eða með meðaldýpt upp á 1.5 m, dýpst hefur það verið mælt um 2.5 m.

Gengt er á milli Apavatns og Laugarvatns í gegnum Hólaá, nokkuð stóra fiska er að finna í Hólaá.

Mikið er af fiski í Apavatni, þó helst urriða en einnig er mikið af bleikju.

Helst veiðist vel við við ósa Apavatns þar sem rennur í vatnið, bæði við ósa Hólaár, sem og annarra lækja.

Engin takmörkun er á fjölda stanga í Apavatn út tímabilið, sem hefst 1. apríl og nær til loka september.

Apavatn – skemmtilegar myndir:

Vinsælar flugur:

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...