Svæði sem vert er að skoða
Heim / Silungsveiði (page 5)

Silungsveiði

Fellsendavatn

Fellsendavatn

Fellsendavatn er á hálendinu við hlið Þórisvatns í um 170 km fjarlægð frá Reykjavík, og í aðeins 19 km fjarlægð frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Vatnið er þokkalega stórt, tvískipt, um 1.7 km2 að flatarmáli og liggur í um 530 metrum yfir sjávarmáli. Þetta er í raun það vatn sem fyrst komið er að þegar keyrt er til Veiðivatna frá Hrauneyjum, en ...

Lesa meira »

Fullsæll

Fullsæll er á Suðurlandi í um 97 km fjarlægð frá Reykjavík, á upptök sín í Bjarnarfelli og Sandfelli og rennur í Brúará á milli Efri-Reykja og Syðri-Reykja. Áin heitir að vísu bara Fullsæll síðasta spölinn í Brúará, en ofar heitir hann Andalækur, og eftir að Graflækur rennur saman við Andalæk heitir áin Fullsæll allt að Brúará. Þetta er tiltölulega grunn ...

Lesa meira »

Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Gljúfurá er tveggja stanga bergvatnsá í Húnaþingi á Norðvesturlandi, í um 250 km fjarlægð frá Reykjavík, mitt á milli Víðidals og Vatnsdals, og í raun skilur á milli A-Húnavatnssýslu og V-Húnavatnssýslu. Áin rennur um hrikalegt umhverfi frá upptökum sínum í sunnanverðu Víðdalsfjalli, í um 28 km vegalengd og fellur í Hópið. Áin er hinsvegar fiskgeng um 10 km vegalengd frá ...

Lesa meira »

Mýrarkvísl í Reykjahverfi

Mýrarkvísl

Mýrarkvísl er í mikilli náttúrufegurð í Reykjahverfi við Húsavík í um 465 km fjarlægð frá Reykjavík, en í einungis um 10 km fjarlægð frá Húsavík. Þetta er dragá, með drjúgum lindáreinkennum, og er ekki mjög stór. Hún á upptök sín í Langavatni og er um 25 km vegalengd frá vatni og niður að ósi við Laxá í Aðaldal, en áin ...

Lesa meira »

Fjarðará í Hvalvatnsfirði 5/5 (1)

Fjarðará er skemmtileg fjögurra stanga sjóbleikjuá sem rennur í Hvalvatnsfjörð, en Hvalvatnsfjörður er einn nyrsti fjörðurinn á skaganum á milli Skjálfandaflóa og Eyjafjarðar í um 444 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 62 km fjarlægð frá Akureyri. Áin heitir í raun Fjarðará bara síðasta spölinn til sjávar, eftir að Gilsá og Þverá hafa sameinast við bæinn Gil, en þangað er ...

Lesa meira »

Svarfaðadalsá í Eyjafirði

Svarfaðadalsá

Svarfaðadalsá er í Svarfaðadal utarlega í Eyjafirði í um 410 km fjarlægð frá Reykjavík og í rúmlega 40 km fjarlægð frá Akureyri. Frá Dalvík er þetta einungis skotspölur. Svarfaðadalsá á upptök sín á miðjum Tröllaskaga, og er hægt að segja að þessi veiðiperla Eyjafjarðar sé ein af þessum vanmetnu veiðiám, enda er Svarfaðadalsá mikil og góð sjóbleikjuá þar sem einnig ...

Lesa meira »

Húseyjarkvísl í Skagafirði

Húseyjarkvísl

Húseyjarkvísl er í Skagafirði í um 290 km fjarlægð frá Reykjavík, rétt við Varmahlíð, á upptök sín sunnan við Mælifellshnjúk á hálendinu, og fellur í vestari kvísl Héraðsvatna. Áin hlykkjast í gegnum þetta mikla söguhérað landsins í stórbrotnu umhverfi, og er laxgeng allt að Reykjafossi. Ofan Reykjafossar kallast áin Svartá. Húseyjarkvísl, með sitt 12 km langa silungasvæði, hefur fest sig ...

Lesa meira »

Reykjadalsá í Reykjadal

Reykjadalsá

Reykjadalsá er um 35km löng á í Þingeyjarsýslu í um 435 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 55 km fjarlægð frá Akureyri, rennur um Reykjadal þar sem hún fellur í Vestmannsvatn. Úr Vestmannsvatni rennur svo Eyvindalækur sem er um 4 km langur, en í honum er einnig nokkur veiði. Þess má geta að Vestmannsvatn er innan Veiðikortsins. Reykjadalsá er afskaplega ...

Lesa meira »

Svartá í Skagafirði

Svartá í Skagafirði er staðsett í vestanverðum Skagafirðinum, rétt við Varmahlíð, í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík. Svartá í Skagafirði er bergvatnsá sem á upptök sín á Eyvindarstaðaheiði, rennur um Svartárdal og síðan milli Neðribyggðar og Reykjatungu, með þjóðvegi 752, en beygt er inn á hann frá þjóðvegi 1. Hún fellur nokkuð bratt fyrst um sinn inni í Svartárdalnum, ...

Lesa meira »

Hlíðarvatn í Selvogi 4/5 (2)

Hlíðarvatn í Selvogi er einstaklega fallegt og frjósamt bleikjuvatn sem er rúmlega 3,3 km² að stærð og í 1 m hæð yfir sjó. Mesta dýpi þess er 5 metrar, en meðaldýpið er hinsvegar tæplega 3 metrar. Hlíðarvatn í Selvogi er í stórbrotnu umhverfi þar sem náttúrufegurðin er heillandi. Hlíðarvatn í Selvogi er í eigu Strandarkirkju sem á jarðirnar sem umlykja ...

Lesa meira »