Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi / Fossálar, Skaftárhreppi

Fossálar, Skaftárhreppi

Fossálar eru í Skaftárhreppi í V-Skaftafellssýslu í um 290 km fjarlægð frá Reykjavík og 15 km austan Kirkjubæjarklausturs.

Fossálar er nokkuð vatnsmikil á sem á upptök sín sunnan undir Miklafelli á Austur-Síðuafrétti í um 600 metrum yfir sjávarmáli og fellur til Skaftár austast á Síðunni.

Veiðisvæðið nær frá landamærum gegnt Orrustuhól, rétt ofan gömlu þjóðvegarbrúarinnar og til merkja á Brunasandi þar sem veiðisvæði Vatnamóta tekur við. Syðri-Áll er einnig með þessu svæði og eru upptök hans við hraunbrúnina, hjá veiðihúsinu og sameinast Fossálum á Brunasandi.

Það eru margir fínir veiðistaðir í Fossálum með nokkrum djúpum hyljum í fallegu umhverfi.

Helst veiðist sjóbirtingur í Fossálum, en þó veiðist þar bleikja þar snemmsumars með ágætum. Haustveiðin og sjóbirtingurinn er hinsvegar aðalsmerki Fossála.

Við hraunjaðarinn við Syðri-Ál stendur notarlegt og gott veiðihús sem fylgir seldum veiðileyfum.
Náttúrufegurðin þarna um kring er einstök.

Veitt er með þremur stöngum í Fossálum allt tímabilið sem nær frá 20. júní til 18. október.
Í Fossálum er leyfilegt að veiða með flugu, spón, maðk og devon.

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...