Herríðarhólsvatn

Herríðarhólsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík, og stendur við hliðina á Eystra Gíslholtsvatni. Herríðarhólsvatn er oft kallað Vestra Gíslholtsvatn.

Þetta vatn er um 1.3 km2 að stærð og er í um 58 metrum yfir sjávarmáli.
Herrulækur fellur úr vatninu í Þjórsá og er oft hægt að hitta á ágætis veiði þar sem skilin verða við Þjórsá.
Gengd lax og sjóbirtings er töluvert mikil um Þjórsá og því gæti verið nokkuð miklir veiðimöguleikar hér.

Í Herríðarhólsvatni er að finna bæði bleikju og urriða og er engin takmörk á stöngum í vatnið.

Veiðileyfi er hægt að nálgast á bæjunum Herríðarhóli og Gíslholti.

Vinsælar flugur:

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...