Áhugaverð svæði
Heim / Silungsveiði / Silungur á Suðvesturlandi / Elliðaár – vorveiði

Elliðaár – vorveiði

Elliðaár eru ár sem renna frá Elliðavatni skammt frá Reykjavík, um Elliðaárdal og út í Faxaflóa. Árnar kvíslast og því heita þær Elliðaár en ekki Elliðaá. Elliðaárnar eru lindár sem koma úr lindum við Elliðavatn, í Heiðmörk og á Mosfellsheiði. Meðalrennsli ánna er um 5 m3/s.

Árnar og vatnið eru kenndar við skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns sem getið er í Landnámu. Við Elliðaár var fyrsta virkjunin á Íslandi byggð árið 1921. Í ánum veiðist lax og silungur.

Undanfarin ár hefur boðið upp á stórskemmtilega vorveiði á urriða í Elliðaánum. Þessi tími hefur verið vel nýttur af veiðimönnum og hefur alla jafna veiðst vel. Lífríkið í ánni er mjög gott og stofn staðbundins urriða sterkur.

Seldar verða 2 stangir, hálfan dag í senn, fyrir eða eftir hádegið, og nær tímabilið frá 1. maí til 15. júní.
Um er að ræða veiðisvæði sem nær frá Höfuðhyl að og með Hrauni.

Fish Partner

Ein umsögn

  1. Steinþór Jónsson

    Mesta veiði er frá Elliðavatnsstíflu og ca 100 m niðurfyrir.

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Mjóavatn í Þingvallahreppi

Mjóavatn er lítið 0,75 km² vatn í Þingvallahreppi, Árnessýslu við hliðina á Stíflidalsvatni, en lækur rennur úr Mjóavatni í Stíflidalsvatn. Það hefur verið mælt dýpst ...