Varmá er í Hveragerði, um hálftíma akstur frá Reykjavík, rennur um Hveragerði og eftir að hún hefur sameinast Sandá nefnist hún Þorleifslækur sem rennur í Ölfusá, um 6 km frá sjó.
Vatnasvæði Varmár er um margt sérstakt en þar má finna allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska en sjóbirtingurinn er þó alls ráðandi á svæðinu.
Sumarið 2015 var frábært veiðisumar í Varmá. Margir stórir staðbundnir urriðar veiddust ásamt sjóbirtingum, um og yfir 80 cm. Sumarið sýndi að áin er komin til baka eftir klórslysið, sem hún varð fyrir árið 2007.
Það leynast gríðalega stórir og sterkir fiskar í þessari litlu og nettu á. Varmá er tilvalin til að leiða unga veiðimenn inn í undraheim stangaveiðinnar.
Veiðitímabilið er langt á bökkum árinnar, það hefst strax í apríl og stendur allt fram til 20. október. Hér er griðastaður fluguveiðimanna en rétt er að taka fram að til þess að hlúa að fiskistofnum þessa viðkvæma vatnasvæðis er kvótinn 1 fiskur á hverja stöng á dag en það má að sjálfsögðu veiða og sleppa að vild eftir það.
Einnig biðlum við til veiðimanna að sleppa þeim stóru og skrá allan veiddan afla í veiðibókina, sem staðsett er í veiðikofa, því enn má bæta skráningu. Undanfarin sumur hafa verið skráðir um hundruðir fiska í veiðibókina en skráningin samt af skornum skammti. Veiðimenn mega vera spenntir fyrir komandi veiðitímabili í Varmá!
Umsögn Veiðistaðavefsins
Verð veiðileyfa
Merkingar á veiðistöðum
Aðkoma að veiðistöðum
Almenn ánægja
Mjög gott
Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.
Vinsælar flugur í Varmá:
- Black Ghost Sunburst
- Dýrbítar
- Flæðamús
- Peacock
- Rollan
- Black Ghost
Just returned yesturday from Varmá. Weather pretty warm with small rain, very small wind. Status of catch – more then 20 pieces but max 1kg. No bigger at all not even spoted. Talk to few fishermens around and nothing to. Pretty wierd ? Any explanations to make me come back ? Btw I check all best spots, Bakkar and walk all gamla stifla down. Cheers!
Frábær skemmtun og merkingar komnar í lag.
Stórir fiskar sem gaman er að fást við, skítsama er mér um veiðivörslu sem ekki sést.
Mæli hiklaust með Varmá
Ég hef farið nokkuð mörgum sinunm í Varmá og finnst alltaf jafn gaman að kljást við þessar stóru fiska sem þarna eru. Hinsvegar finnst mér of mikið að leyfa 6 stangir þarna, veiðivarslan er engin, vantar veiðihús, erfitt að komast að mörgum stöðum, og vantar veiðistaðamerkingar.
Almennt samt finnst mér þessi á frábær.
Skemmtilegt veiðisvæði með mörgum góðum hyljum, en mætti laga merkingar á veiðistöðum og fá almenilega veiðivörslu.
Varmá er skemmtileg á til að veiða í. Fjölbreytt landslag og stutt að skreppa úr borginni. Sammála Sigurði um að það er ýmislegt sem mætti bæta varðandi vörslu, veiðihús og merkingar.
Frábær á að veiða, samt ótalmargt sem mætti laga, t.d. veiðistaðamerkingar, veiðivarsla, veiðihús.