Hæðargarðsvatn er lítið og fallegt vatn rétt við Kirkjubæjarklaustur og liggur vegurinn niður á Meðalland/Landbrot við hliðina á því.
Vatnið er um 0.16km2 að stærð og ekki er sjánlegt rennsi í vatnið né úr. Vatnið endurnýjast hinsvegar með neðanjarðarlækjum sem eru í hrauninu um kring um vatnð.
Það er mikill fiskur í þessu vatni og er töluvert af rígvænum urriðum þarna, en mikið af fiskinum er um 4 pund að stærð.
Talið er að sjóbirtingsseiði komist í vatnið í gegnum neðanjarðarlæki, og því sé hluti af fisknum þarna í raun sjóbirtingur.
Þetta vatn er ekki mikið stundað, og vekur það furðu heimamanna.
ÍSAL og Rafiðnaðarsambandið eru með stangir í þetta vatn sem þeir nýta fyrir sína félgasmenn, en einnig eru seld leyfi til almennings.
Almennt veiðitímabil í Hæðargarðsvatni hefst 1. maí ár hvert og nær til 10. október.