fbpx
Svæði sem vert er að skoða

Laugarvatn

Laugarvatn er stöðuvatn í Laugardal í Bláskógabyggð í um 75 km fjarlægð frá Reykjavík, en við vatnið stendur samnefnt þorp og einn stærsti skólakjarni utan þéttbýlis á landinu. Vatnið er grunnt, mesta dýpi er um 2 metrar, og fullt af gróðri og við það er heit laug.

Þetta vatn er alltaf að verða vinsælla og vinsælla í seinni tíð enda er um að ræða nokkuð væna bleikjuveiði. það er nokkuð gott aðgengi á flesta veiðistaði, og er sagt vera sérlega gott að veiða þar sem heita vatnið kemur í vatnið fram undan Laugarvatnsþorpinu á vorin, enda heldur bleikjan sig þar sem hlýjan er.

Laugarvatn er í raun samtengt við Hólaá, og Apavatn, en í Hólaá finnast allt að 7 punda bleikjur.
Nokkrir bæjir eiga land að vötnunum og Hólaánni og selur hver og einn fyrir sínu landi.

Vinsælar flugur:

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*