Heim / Laxveiði / Laxveiði á Norðurlandi / Reykjadalsá í Reykjadal

Reykjadalsá í Reykjadal

Reykjadalsá - Veiðistaðavefurinn

Reykjadalsá er um 35km löng á í Þingeyjarsýslu í um 435 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 55 km fjarlægð frá Akureyri, rennur um Reykjadal þar sem hún fellur í Vestmannsvatn. Úr Vestmannsvatni rennur svo Eyvindalækur sem er um 4 km langur, en í honum er einnig nokkur veiði.
Þess má geta að Vestmannsvatn er innan Veiðikortsins.

Reykjadalsá er afskaplega skemmtileg og nett veiðiá sem á upptök sín á Mývatnsheiði, en mest veiðist af vel vænum urriða í ánni, og er í raun þekktust sem frábær urriðaá hvort sem um er að ræða fyrir veiði á þurrflugur, kúluhausa, eða straumflugur. Þó er einnig hægt að næla sér í lax og bleikju í ánni.

Leyfilegt er að veiða á 6 stangir í Reykjadalsá út tímabilið sem nær frá 15. mái til 15. september ár hvert. Veiðireglur í Reykjadalsá eru þær að hirða má veiddan urriða og bleikjur, en þó skal gæta hófs. Öllum laxi skal hinsvegar sleppt aftur.
Nokkuð gott veiðihús fylgir seldum veiðileyfum þar sem gistirými er fyrir að minnsta kosti 8 manns í 4 herbergjum. Í húsinu eru öll helstu þægindi, svo sem heitur pottur.

Upphafsmynd: Páll Ágúst Ólafsson

Reykjadalsá – Vinsælar flugur:

Skemmtilegar myndir frá ánni:

x

Check Also

Blanda 2, Austur-Húnavatnssýslu

Blanda 2 er annað svæðið í Blöndu, sem er jökulá í Austur-Húnavatnssýslu á Norðvesturlandi og rennur í gegnum Blönduós, í um 240 km fjarlægð frá ...