Reykjadalsá er um 35km löng á í Þingeyjarsýslu í um 435 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 55 km fjarlægð frá Akureyri, rennur um Reykjadal þar sem hún fellur í Vestmannsvatn. Úr Vestmannsvatni rennur svo Eyvindalækur sem er um 4 km langur, en í honum er einnig nokkur veiði.
Þess má geta að Vestmannsvatn er innan Veiðikortsins.
Reykjadalsá er afskaplega skemmtileg og nett veiðiá sem á upptök sín á Mývatnsheiði, en mest veiðist af vel vænum urriða í ánni, og er í raun þekktust sem frábær urriðaá hvort sem um er að ræða fyrir veiði á þurrflugur, kúluhausa, eða straumflugur. Þó er einnig hægt að næla sér í lax og bleikju í ánni.
Upphafsmynd: Páll Ágúst Ólafsson
Reykjadalsá – Vinsælar flugur:
Skemmtilegar myndir frá ánni: