Áhugaverð svæði

Stóra Laxá IV

Stóra Laxá í Hreppum er mikilfengleg bergvatnsá í stórbrotnu umhverfi. Áin er um 90 km löng frá ósum Hvítár. Margr veiðimenn telja Stóru Laxá eina fallegustu á landsins. Upptökin eru að finna í Kerlingarfjöllum, sækir vatn úr Grænavatni og Leirá, og fellur í Hvítá hjá Iðu. Ánni er skipt upp í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum í senn, en áin er laxgeng í um 40 km leið. Stóra Laxá hefur aldrei verið talin mjög gjöful, en nátturufegurðin er ólýsanleg og ákaflega gaman að fara til veiðar þangað. Svæði 4 nær frá Bláhyl og upp að ármótum Skillandsár. Á svæði…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Merkingar á veiðistöðum
Aðkoma að veiðistöðum
Almenn ánægja

Mjög gott

Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Stóra Laxá í Hreppum er mikilfengleg bergvatnsá í stórbrotnu umhverfi. Áin er um 90 km löng frá ósum Hvítár.
Margr veiðimenn telja Stóru Laxá eina fallegustu á landsins.

Upptökin eru að finna í Kerlingarfjöllum, sækir vatn úr Grænavatni og Leirá, og fellur í Hvítá hjá Iðu.

Ánni er skipt upp í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum í senn, en áin er laxgeng í um 40 km leið.

Stóra Laxá hefur aldrei verið talin mjög gjöful, en nátturufegurðin er ólýsanleg og ákaflega gaman að fara til veiðar þangað.

Svæði 4 nær frá Bláhyl og upp að ármótum Skillandsár.

Á svæði 4 er veitt með 4 stöngum út tímabilið sem nær frá 27. júní og nær til 20. september.
Hér er eingöngu veitt með flugu og sleppiskylda er á öllum laxi.

Notarlegt veiðihús með heitum potti og 5 svefnherbergjum fylgja seldum veiðileyfum.

Veiðihúsið er í landi Laxárdals. Beygt er af Suðurlandsvegi inn á Skeiðaveg (í átt að Flúðum). Haldið er áfram þar til beygt er til hægri inn á Þjórsárdalsveg eftir að farið er fram hjá Sandlæk. Rétt eftir að ekið er framhjá bensínstöðina í Árnesi er beygt strax til vinstri inn á Gnúpverjaveg. Þaðan eru u.þ.b. 8 km að veiðihúsinu í Laxárdal. Beygt er til vinstri af Gnúpverjavegi inn á Mástunguveg. Sá vegur liggur beint inn að hlaði á veiðihúsinu.

Skemmtilegar myndir frá svæðinu:

Fish Partner

Ein umsögn

 1. Sælir og til hamingju með vefinn. Ég hef veitt á þessu svæði yfir 30 ár og er ekki hættur.Ég er nokkuð sammála ykkar einkunargjöf nema hvað varðar merkingar sem eru nær engar. Þó svo að meðalveiði sé ekki nema 0,25 á stöng á dag þá mætir maður alltaf aftur 🙂

  Mín einkun:

  Verð veiðileyfa ***** { mjög ódýrt ca 30.000.}

  Veiðihús **** {nýlega uppgert með potti}

  Merkingar * { litlar sem engar}

  Aðkoma að veiðistöðum * { mjög erfitt svæði fyrir gamlingja og farlama }

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Sog – Þrastarlundur

Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd ...