Æðarvatn er eitt þriggja vatna innan Veiðikortsins á Melrakkasléttu. Hin vötnin eru Hraunhafnarvatn, og Arnarvatn.
Þessi vötn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu, og er Æðarvatn ferkar smátt og grunnt, eða 0.8 km² að stærð. Mesta dýpt er um 3 m.
Fjarlægð er um 610 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 5-10 km. frá Raufarhöfn. Varðandi Æðarvatn þá liggur þjóðvegurinn rétt ofan við nyrðri enda vatnsins í u.þ.b. 100 m. fjarlægð og er ágætt að leggja bílum þar. Fyrir þá sem ætla í Arnarvatn þá er töluverð ganga þangað eða um 500 m.
Veiði er heimil í landi Skinnalóns og má sjá merkingu á korti hvar má veiða. Í Æðarvatni er best að veiða á töngum, sem skaga út í vatnið á nokkrum stöðum.
Æðarvatn geymir mikið af fisk í vatninu, ½ ~ 3 punda bleikju sem er að finna um allt vatn, og 1-4 punda urriða.
Leyfilegt er að veiða með maðki, flugu, og spón í Æðarvatni.
Æðarvatn – vinsælar flugur: