Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Kringluvatn í Suður-Þingeyjarsýslu
 • Kringluvatn í Suður-Þingeyjasýslu

  Skemmtileg silungsveiði árið um kring

 • Kringluvatn í Suður-Þingeyjasýslu

  Skemmtileg silungsveiði árið um kring

 • Kringluvatn í Suður-Þingeyjasýslu

  Skemmtileg silungsveiði árið um kring

 • Kringluvatn í Suður-Þingeyjasýslu

  Skemmtileg silungsveiði árið um kring

Kringluvatn í Suður-Þingeyjarsýslu

Kringluvatn er í Suður-Þingeyjarsýslu og er u.þ.b. 0,6 km2 að stærð og í tæplega 270 m. yfir sjávarmáli. Úr vatninu fellur Geitafellsá í Langavatn. Mesta dýpi er um 12 m. Mjög góð dorgveiði er einnig í vatninu og geta korthafar veitt allt árið. Vatnið er mjög barnvænt.

Vatnið í um 440 km. frá Reykjavík og tæplega 40 km. fjarlægð frá Húsavík.

Bæði urriða og bleikju má finna í vatninu en talsvert veiðist af vænum urriða, sérstaklega í dorgveiði.
Veiði er heimil í öllu vatninu frá morgni til kvölds allt tímabilið, sem nær yfir allt árið.

Besti veiðitíminn er að öllu jöfnu árdegis og síðla dags, sem annars er jöfn yfir allt veiðitímabilið.
Heimilt er að veiða með flugu, maðk, og spón í Kringluvatni.

Hægt er að kaupa gistingu hjá Ferðaþjónustunni Heiðarbæ, sem er í um 10-15 km. fjarlægð norðan við vatnið.
Nauðsynlegt er að fara að öllu með gát á vorin vegna aurbleytu á vegum.
Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl og forðast að aka utan vegar. Hundahald er bannað við vatnið vegna fuglalífs. Korthafar Veiðikortsins skrá sig hjá ferðaþjónustunni Heiðarbæ, og sýna Veiðikortið og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum: Ferðaþjónustan Heiðarbæ, s: 464-3903

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...