Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Austurlandi / Sænautavatn á Jökuldalsheiði
  • Sænautavatn á Jökuldalsheiði

    Hálendisbleikjuveiði fyrir alla fjölskylduna

  • Sænautavatn á Jökuldalsheiði

    Hálendisbleikjuveiði fyrir alla fjölskylduna

  • Sænautavatn á Jökuldalsheiði

    Hálendisbleikjuveiði fyrir alla fjölskylduna

  • Sænautavatn á Jökuldalsheiði

    Hálendisbleikjuveiði fyrir alla fjölskylduna

Sænautavatn á Jökuldalsheiði

Sænautavatn er á Jökuldalsheiði, við Sænautasel, og er með stærri vötnum á Jökuldalsheiði. Stærð þessa góða veiðivatns er 2,3 km², mesta dýpt 23 m og það er í 525 m hæð yfir sjó. Sænautavatn liggur frá norðri til suðurs og bærinn Rangalón, sem fór í eyði 1924 er við norðurenda þess.

Sænautavatn er um 600 km. frá Reykjavík, 74 km. frá Egilsstöðum 13 km, frá þjóðvegi eitt.

Bærinn Sænautasel sem hefur verið endurbyggður sem safn, er við suðurenda vatnsins. Hann fór í eyði 1943.
Úr vatninu rennur Lónskvísl, sem fellur í Hofsá í Vopnafirði. Sænautavatn er með djúpan skurð í miðju, dýpst 24 m.

Mikill og allvænn fiskur er í vatninu, 2-7 punda bleikja, sem þykir sérlega bragðgóð.
Netaveiði hefur ekki verið stunduð í vatninu um árabil.
Það grynnkar mjög til jaðrana og veiðist oft vel þar sem grynning og dýpi mætast. Um lágnættið er oft sérstaklega farsæl veiði.

Heimilit er að veiða í öllu vatninu, allan sólarhringinn, og er heimil veiði með maðki, flugu, og spón.
Jöfn veiði er yfir veiðitímann, þó yfirleitt meiri í maí og júní.

Korthafar geta tjaldað endurgjaldlaust við vatnið og keypt gistingu í gamla bænum að Sænautaseli. Einnig er hægt er að kaupa gistingu á Skjöldóflsstöðum (um 20 km.) eða á Aðalbóli, sem er efsti bærinn í Hrafnkelsdal.

Hægt er að kaupa veitingar á Sænautaseli t.d. kaffi og lummur. Með fyrirvara er hægt að fá mat keyptan.

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar. Veiðimenn skulu skrá sig í Sænautaseli og sýna þarf bæði Veiðikortið og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum: Lilja Óladóttir, Sænautaseli. Sími: 892-8956

Sænautavatn – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Breiðdalsá silungasvæði

Breiðdalsá silungasvæði er svæði í Breiðdalsá sem er ákaflega falleg laxveiðiá með gjöfult silungasvæði í um 615 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 80 ...