Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Austurlandi / Mjóavatn í Breiðdal
  • Mjóavatn í Breiðdal

    Bleikja og urriði í fjölskylduvænu umhverfi

Mjóavatn í Breiðdal

Mjóavatn er í 600 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 75 km frá Egilsstöðum, og er staðsett í Breiðdal við þjóðveg 1, skammt frá Breiðdalsvík.

Vatnasvæðið, sem inniheldur Kleifarvatn og Mjóavatn, er stutt frá þjóðvegi 1 og í námunda við Breiðdalsvík, á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif. Stærð Kleifarvatns er tæplega 1 km2. en Mjóavatns um 0,15 km2.

Í Mjóavatni má finna bæði bleikju og urriða og getur silungurinn orðið vænn. Ekki er stunduð netaveiði í vatninu svo vitað sé til.
Veiða má á öllum bökkum vatnsins, og er heimilt að veiða með flugu, maðki, og spón við Mjóavatn.

Veiðitímabil Mjóavatns er frá 1. maí ár hvert til 31. september, og má veiða allan sólarhringinn.
Nokkuð jöfn veiði er yfir daginn að sögn.

Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig í Innri-Kleif. Sýna þarf Veiðikortið og skilríki. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Hægt er að leigja bát við vatnið.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum: Ingunn Gunnlaugsdóttir, Innri Kleif, sími: 475-6789 eða 896-4239.

Mjóavatn – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Fögruhlíðarós

Fögruhlíðarós er austast í Jökulsárhlíð og tilheyrir Ketilstöðum í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 60 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Fögruhlíðarós er ...