Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vestfjörðum / Syðridalsvatn við Bolungarvík
  • Syðridalsvatn við Bolungarvík

    Gott veiðivatn með sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi

  • Syðridalsvatn við Bolungarvík

    Gott veiðivatn með sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi

  • Syðridalsvatn við Bolungarvík

    Gott veiðivatn með sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi

Syðridalsvatn við Bolungarvík

Syðridalsvatn er í Bolungavík við Ísafjarðardjúp og er um 1 km2 að stærð og liggur um 3 metra fyrir ofan sjávarmál.
Leiðin til Bolungavíkur er um 470 km. ef ekið er um Arnkötludal, á bundnu slitlagi frá Reykjavík. Þaðan eru aðeins nokkrir km í Syðridalsvatn.

Syðridalsvatn er mjög gott veiðivatn en mikið af sjógengnum fiski, s.s. sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi gengur í það, en einig er þar að finna staðbundna bleikju. Aðal veiðisvæðið er við ósa ánna, sem renna í vatnið. Á Miðdalsodda og Geirastaðaodda er æðarvarp. Veiðimenn eru beðnir um að taka tillit til þes og fara ekki þar um frá maíbyrjun og til júníloka.

Veiði er heimil í öllu vatninu og meðfylgjandi not eru af nærliggjandi ám, Gilsá og Tröllá. Ekki má veiða í Ósá, sem rennur úr vatninu, og ekki nær henni en sem nemur merkjum i í Grjótnesi og Vatnsnesi.
Hægt er að kaupa sérstaklega veiðileyfi i Ósa fyrir þá sem vilja veiða í henni. Veiðileyfin í Ósa fást í Shellskálanum í Bolungavík.

Daglegur veiðitími í Syðridalsvatni er frá kl 7:00 til kl 22:00 allt tímabilið sem nær frá 1. apríl til 20. september.
Þarna er einnig er hægt að stunda dorgveiði í vatninu, þegar svo ber við, í samráði við veiðivörð.

Heimilt er að veiða með flugu, maðk, og spón, og er jafnan besti veiðitíminn júlí og ágúst.

Í Bolungarvíkurkaupstað er fyrirtaks tjaldsvæði með hreinlætisaðstöðu við iþróttamiðstöðina Árbæ. Þar eru einnig gistiheimili og möguleiki á íbúðargistingu, sundlaug með vatnsrennibraut og íþróttasalur, ásamt margskonar afþreyingu og þjónustu.
Lausaganga hunda er stranglega bönnuð. Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar. Handhafar Veiðikortins þurfa að skrá kortanúmer og kennitölu hjá umsjónarmanni, Arnþóri Jónssyni á Geirastöðum. Ef enginn er heima, þá er veiðibókin í kassa við tröppurnar á Geirastöðum. Þar skal skrá veiði dagsins. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
Veiðivörður / umsjónarmaður: Arnþór Jónsson, Geirastöðum, S: 456-7118 eða GSM: 897-7370

Syðridalsvatn – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Selá í Steingrímsfirði

Selá í Steingrímsfirði er í Strandasýslu á mörkum Hrófbergshrepps og Kaldrananesshrepps í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 15 km fjarlægð ...