Syðridalsvatn er í Bolungavík við Ísafjarðardjúp og er um 1 km2 að stærð og liggur um 3 metra fyrir ofan sjávarmál.
Leiðin til Bolungavíkur er um 470 km. ef ekið er um Arnkötludal, á bundnu slitlagi frá Reykjavík. Þaðan eru aðeins nokkrir km í Syðridalsvatn.
Syðridalsvatn er mjög gott veiðivatn en mikið af sjógengnum fiski, s.s. sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi gengur í það, en einig er þar að finna staðbundna bleikju. Aðal veiðisvæðið er við ósa ánna, sem renna í vatnið. Á Miðdalsodda og Geirastaðaodda er æðarvarp. Veiðimenn eru beðnir um að taka tillit til þes og fara ekki þar um frá maíbyrjun og til júníloka.
Veiði er heimil í öllu vatninu og meðfylgjandi not eru af nærliggjandi ám, Gilsá og Tröllá. Ekki má veiða í Ósá, sem rennur úr vatninu, og ekki nær henni en sem nemur merkjum i í Grjótnesi og Vatnsnesi.
Hægt er að kaupa sérstaklega veiðileyfi i Ósa fyrir þá sem vilja veiða í henni. Veiðileyfin í Ósa fást í Shellskálanum í Bolungavík.
Daglegur veiðitími í Syðridalsvatni er frá kl 7:00 til kl 22:00 allt tímabilið sem nær frá 1. apríl til 20. september.
Þarna er einnig er hægt að stunda dorgveiði í vatninu, þegar svo ber við, í samráði við veiðivörð.
Heimilt er að veiða með flugu, maðk, og spón, og er jafnan besti veiðitíminn júlí og ágúst.
Syðridalsvatn – Vinsælar flugur: