Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Glerá í Dölum
  • Glerá í Dölum

    Lítil og nett einnar stangar laxveiðiá

  • Glerá í Dölum

    Lítil og nett einnar stangar laxveiðiá

Glerá í Dölum

Glerá - Veiðistaðavefurinn

Glerá fellur í norðurenda Hvammsfjarðar, skammt austan ósa Laxár í Hvammssveit í um 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Upptök sín á hún á fjalllendinu báðum megin Glerárdals, sem hún fellur eftir alllangan veg til sjávar. Ekki er hún fiskgeng nema skamman spöl, upp að sérkennilegum fossi nokkuð ofan þjóðvegarins. Þurrkar geta háð veiði í Glerá verulega, eins og flestum smáánna á þessum slóðum. Samt er stundum góð veiði í henni, miðað við vatnsmagn og vegalengd.

Helstu veiðistaðir eru Foss, Klapparhylur, Grjótgarður, og Leirubakki.
Að auki eru nokkrir staðir eins og Símastrengur og Grænibakki sem hægt er að fá lax í góðu vatni.
Það er hinsvegar ekki mikið um merkingar í Glerá og því kannski erfitt að átta sig á staðháttum.

Í mjög litlu vatni veiðist nær eingöngu í fossinum.
Aðrir staðir detta svo inn ef þokkalegt vatn gerir, ef fiskur er í ánni á annað borð.

Glerá er mjög stutt laxgeng og líður fyrir það að ekki sé kvóti sett á veidda fiska, og því flest drepið sem gengur upp hana.

Veiðin er eins og annarstaðar, upp og niður eftir atvikum.
Meðalveiði á ári er um 60 ~ 70 fiskar, og leyft er að veiða á eina stöng út tímabilið sem nær frá júní til september ár hvert.

Leyfilegt er að veiða með flugu, maðk, og spón allt tímabilið.
Tvær jarðir – Glerárskógar og Magnússkógar – eiga veiðiréttinn, og ráðstafa eigendur jarðanna sinni vikunni hvor til skiptis.
Best er að tala við heimamenn um veiðileyfi, Guðbjörn Guðmundsson, Magnússkógum, símar 434-1258 og 894-0058, eða Eðvaldínu Kristjánsdóttur í Glerárskógum, sími 434-1256.

Glerá – myndir frá ánni:

 

x

Check Also

Álftá á Mýrum

Álftá á Mýrum er lítil og nett laxveiðiá sem á upptök sín í jaðri Álftárhrauns. Áin fær einnig til sín vatn frá litlum stöðuvötnum í ...