Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Andakílsá í Borgarfirði
  • Andakílsá

    Þægileg og aðgengileg laxveiðiá í Borgarfirði

  • Andakílsá

    Þægileg og aðgengileg laxveiðiá í Borgarfirði

  • Andakílsá

    Þægileg og aðgengileg laxveiðiá í Borgarfirði

Andakílsá í Borgarfirði

Andakílsá - Veiðistaðavefurinn

Andakílsá er í Borgarfirði í um 72 km fjarlægð frá Reykjavík.

Andakílsá er dragá sem fellur úr Skorradalsvatni og rennur um 12 kílómetra leið uns hún fellur í Hvítá í Borgarfirði. Í ánni eru fossar, Andakílsárfossar. Í Andakílsá er Andakílsárvirkjun en hún var byggð á árunum 1946-47. Virkjunin er í dag rekin af Orkuveitu Reykjavíkur. Virkjað afl er 8.2 megavött og ársafköst 32 gígawattstundir. Rennsli árinnar getur sveiflast allt frá 3 til 22 m3/sek.

Hafa veiðitölur verið mjög góðar undanfarin ár sem gera Andakílsá að einni aflahæstu laxveiðiá landsins sé litið til afla á hverja dagsstöng. Áin er hæg og róleg og þykir henta fluguveiðimönnum mjög vel og veiðist orðið mjög hátt hlutfall laxanna á flugu.
Laxasvæðið um 4 km langt og nær frá Andakílsárfossum niður að brú við þjóðveg.

Uppistaða veiðinnar í Andakílsá eru smálaxar á bilinu 2 til 3 kg, og stærst um 4.5 kg. Það er því orðið nokkuð sjaldgæft að stórlaxar veiðist í ánni, og telst það til tíðinda ef einn slíkur kemur á færi veiðimannsins.

Andakílsá var hinsvegar fræg fyrir stórlaxa hér á árum áður og hafa laxar á bilinu 33 ~ 34 pund verið dregnir úr ánni, fyrir mjög mörgum árum að vísu, eða í kringum árið 1948. Þetta var á veiðistaðnum Litluhamarskvörn.

Veiðisvæðið er um 8 km langt og nær frá Andakílsárfossum að ofan og niður að ósum árinnar. Í ánni eru 15 merktir veiðistaðir ofan brúar en nokkrir ómerktir veiðistaðir eru neðan hennar þar sem áður var silungasvæði árinnar.

Andakílsá er sérlega hentug fyrir fjölskylduna því aðgengi að veiðistöðum er gott og ágætt veiðihús er við ána en veitt er á 2 stangir í ánni út tímabilið sem nær frá 20. júní til 30. september.

Ágætt veiðihús fylgir seldum veiðileyfum og er það staðsett stuttan spöl frá ánni með gott útsýni yfir neðri hluta veiðisvæðisins. Þar geta 7 mans sofið í tveimur svefnherbergjum. Í veiðihúsinu er sturta, gasgrill, og heitur pottur.
Í húsinu eru einnig sængur og koddar en veiðimenn leggja sjálfir til sængurfatnað og allar hreinlætisvörur.

Andakílsá – vinsælar flugur:

x

Check Also

Álftá á Mýrum

Álftá á Mýrum er lítil og nett laxveiðiá sem á upptök sín í jaðri Álftárhrauns. Áin fær einnig til sín vatn frá litlum stöðuvötnum í ...