Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Staðartorfa og Múlatorfa

Staðartorfa og Múlatorfa

Veiðisvæðin í Staðartorfu og Múlatorfu eru efst í Aðaldal, neðan Laxárvirkjunnar, en þetta er sannkölluð paradís silungsveiðimannsins í afskaplega fögru umhverfi. Svæðin eru í um 90 km fjarlægð frá Akureyri, og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík.

Hér er silungsveiðimaðurinn á heimavelli og má búast við góðri urriðaveiði. Þegar líður á sumarið kemur lax inn á svæðin og veiðast alltaf nokkrir laxar á hverju sumri á þessum svæðum, en skylt er þó að sleppa öllum laxi sem kann að álpast á agnið.
Á þessum fjölbreyttu veiðisvæðum hafa veiðst stórir silungar, allt að ellefu pund, en mikið af urriðanum er tvö til þrjú pund.

Óhætt er að fullyrða að þessi svæði séu afar góður kostur fyrir silungsveiðimanninn, svo ekki sé dýpra í árina tekið.

Seldar eru 2 stangir á dag á sitthvoru svæðinu, og er eingöngu leyfð fluguveiði.

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...