Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Sléttuhlíðarvatn í landi Hrauns
 • Sléttuhlíðarvatn

  Fjölskylduvæn sjóbleikju og urriðaveiði

 • Sléttuhlíðarvatn

  Fjölskylduvæn sjóbleikju og urriðaveiði

 • Sléttuhlíðarvatn

  Fjölskylduvæn sjóbleikju og urriðaveiði

 • Sléttuhlíðarvatn

  Fjölskylduvæn sjóbleikju og urriðaveiði

Sléttuhlíðarvatn í landi Hrauns

Sléttuhlíðarvatn er við þjóðveg 76, rétt norðan við Hofsós og er jafnframt um hálftíma akstur frá Siglufirði.
Sléttuhlíðarvatn er í um 360 km fjarlægð frá Reykjavík, 21 km frá Hofsósi og 50 km frá Sauðárkróki.

Sléttuhlíðarvatn er 0,76 km2 að stærð og í 14 m. hæð yfir sjávarmáli.

Í vatninu eru bæði sjógengnir og staðbundnir fiskar og veiðist sjóbleikja og urriði þar í miklu magni.
Athugið þó að eingöngu er leyfilegt að veiða í landi Hrauns. Skilti eru við veiðimörk.

Leyfilegt er að veiða frá kl. 8 til kl. 20 eða í samráði við landeiganda (veiðivörð) út tímabilið sem nær frá 1. maí til 20. september. Ágætlega veiðist allt tímabilið, en þó sérstaklega í maí og júní.

Heimilt er að nota flugu, maðk og spón við Sléttuhlíðarvatn.

Handhafar veiðileyfis geta tjaldað endurgjaldslaust og á eigin ábyrgð við vatnið í samráði við landeiganda. Einnig er hægt að leigja sumarhús nálægt vatninu og brogar sig að panta það með góðum fyrirvara hjá veiðiverði.
Landeigandi ber enga ábyrgð á tjóni er korthafar Veiðikortsins kunna að verða fyrir, eða öðru sem upp kann að koma í tenglsum við veru veiðimanna á viðkomandi veiðisvæði.
Góð umgengni er skilyrði. Allur akstur um landið skal vera í samráði við landeigenda. Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl. Korthafar þurfa að skrá sig á Hrauni og sýna þarf bæði veiðileyfi og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum: Magnús Pétursson á Hrauni, s: 453-7422 eða 894-4402.

Sléttuhlíðarvatn – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...