Laxá í Laxárdal

Laxá í Laxárdal er í um 90 km fjarlægð frá Akureyri og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík.

Um er að ræða neðra svæðið er í Laxárdal en það nær yfir meirihluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit, frá og með Ljótsstaðabakka og niður undir Laxárvirkjun.

Það hefur verið fullyrt að þessi svæði séu ein bestu urriðaveiðisvæði í heiminum enda veiðast þarna þúsundir urriða á sumri í mögnuðu umhverfi og hafa veiðimenn verið að fá allt að 8 punda urriða.
Þetta er draumasvæði þurrfluguveiðimanna og þeirra sem kjósa að veiða andstreymis.

Seldar eru 10 stangir á dag í tveggja og þriggja daga hollum í Laxá í Laxárdal.

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...