Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Vestmannsvatn í Suður-Þingeyjarsýslu
  • Vestmannsvatn

    Mikill fiskur og góðir veiðimöguleikar

  • Vestmannsvatn

    Mikill fiskur og góðir veiðimöguleikar

Vestmannsvatn í Suður-Þingeyjarsýslu

Vestmannsvatn er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður-Þingeyjarsýslu, er um 2.4 km2 að flatarmáli og um þriggja metra djúpt að meðaltali. Mesta dýpi er um 10 m.

Vestmannsvatn er í um 455 km fjarlægð frá Reykjavík og er staðsett um 26 km suður af Húsavík. Vestmannsvatn liggur við þjóðveg nr. 845.

Í vatninu er aðallega bleikja og urriði sem eru í þokkalegri stærð, auk einstakra laxa sem veiðast jafnan á hverju sumri. Mikið er af fiski í vatninu og veiðimöguleikar mjög góðir fyrir alla fjölskylduna.

Veiði er heimil í öllu vatninu nema að bannað er að veiða 100 m frá ósnum þar sem Reykjadalsá rennur í vatnið sem og þar sem rennur úr vatninu í Eyvindarlæk.

Daglegur veiðitími er frá morgni til kvölds út tímabilið sem nær frá 15. maí til 30. september ár hvert.
Yfirleitt gefur best árla eða seinnipart dags. Jöfn og góð veiði er þó yfir daginn.
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Mikil ferðaþjónusta er í nágrenninu þar sem hægt er að kaupa tjaldstæði eða aðra gistingu. Tjaldstæði og veitingar má m.a. finna hjá Dalakofanum, www.dalakofinn.is
Á bakka vatnsins er Kirkjumiðstöðin við Vestmannsvatn, þar rekur þjóðkirkjan sumar­búðir fyrir börn.
Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig hjá Dalakofanum (Laugum) og sýna þar nauðsynleg skilríki. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Vatnið og umhverfi þess er friðland og er lausaganga hunda bönnuð á svæðinu.
Tengiliður á staðnum: Veitingastaðurinn Dalakofinn S: 464-3344.

Vestmannsvatn – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...