Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Urðarselstjörn – Skagaheiði
  • Urðarselstjörn

    Eitt af veiðivötnum fyrir landi Ketu á Skaga

  • Urðarselstjörn

    Eitt af veiðivötnum fyrir landi Ketu á Skaga

  • Urðarselstjörn

    Eitt af veiðivötnum fyrir landi Ketu á Skaga

Urðarselstjörn – Skagaheiði

Skagaheiði - Veiðistaðavefurinn

Malarvegur er frá Skagaströnd og fyrir Skaga. Hann tengir saman bæi sem allflestir eru við ströndina. Upp að veiðivötnum liggja víða jeppaslóðar. Örfáir þeirra eru vel færir, jafnvel fyrir fólksbíla, en…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Almenn ánægja

Gott

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

.

Urðarselstjörn er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi.

Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- eftir því í hvaða vatn skal haldið.

Malarvegur er frá Skagaströnd og fyrir Skaga. Hann tengir saman bæi sem allflestir eru við ströndina. Upp að veiðivötnum liggja víða jeppaslóðar. Örfáir þeirra eru vel færir, jafnvel fyrir fólksbíla, en um aðra þarf að aka á fjórhjóladrifsbílum og svo eru sumir ekkert annað en troðningar sem auðveldlega geta spillst í rigningartíð.
Vart þarf að geta þess að allur akstur utan vega er með lögum óheimill á Skagaheiði eins og annars staðar í landinu.

Athugið að áður en farið er til veiða þarf að kaupa veiðileyfi hjá viðkomandi bónda/veiðiréttarhafa. Einnig þegar veiðivatnið er í afréttarlöndum.

Urðarselstjörn er örgrunnt 0,1 km2 vatn sem komið er að á leið í Skálavatn ef tekinn er jeppaslóðinn frá Ketu. Í vatninu er töluvert mikið af sprækum urriða sem eru um 1 ~ 1.5 pund að stærð, en nautsterkir. Hægt er að lenda í veislu ef hitt er á torfuna. Einnig á þarna að vera bleikja og vænn urriði.

Myndir frá Urðarselstjörn:

Góður veiðistaður hér er við útfallið sem er austast í vatninu, en þar er gríttur botn og mikið af urriða heldur sig þar.

Hér eru ýmsar straumflugur baneitraðar, svo sem litlar Black Ghost, og óþyngdar Gray Ghost.
Vatnið er grunnt allt og því ekki þörf á neinum þyngdum flugum.

Til að komast að vatninu er tekinn jeppaslóði frá Ketu og að vatninu eru um 3 km. Hann er torfær á köflum eins og margir slóðarnir eru á Skagaheiði. En eins og Hrefna á Ketum segir að þá er hann bara ágætur … bara eins og hann hefur alltaf verið.
Veiðileyfi selur Hrefna á bænum Ketu og er hægt að nálgast upplýsingar hjá henni í síma 453 6523.
Hún getur einnig gefið upplýsingar um gistimöguleika.

Urðarselstjörn – vinsælar flugur:

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...