Svínavatn er í Húnavatnshreppi í A- Húnavatnssýslu í nágrenni við Blönduós. Það er um 12km2 að stærð, í 130 m. hæð yfir sjávarmáli og mesta dýpi þess er 30 metrar. Frá Reykjavík eru um 240 km í vatnið en farið er út af þjóðvegi nr. 1 við þjóðveg 724 og þaðan eru um 9 km. að vatninu.
Veiðisvæðið er fyrir landi Stóra-Búrfells og Reykja, ásamt almenningi vatnsins ef menn eru með bát.
Svínavatn heldur að mestu leiti urriða þó eining veiðist þar bleikja í einhverju magni, og er nokkuð jöfn veiði allan veiðitímann.
Daglegur veiðitími fyrir Svínavatn er frá kl 7:00 til kl 24:00 út veiðitímabilið sem nær frá 1. júní til 31. ágúst.
Heimilt er að nota flugu, maðk, og spón sem agn.
Svínavatn – Vinsælar flugur: