fbpx
Svæði sem vert er að skoða

Hólmsá

Gudduós er afrennsli Selvatns, sem er upphaf Hólmsár og Nátthagavatn lítið vatn norðan  Geirlands, afrennsli þess sameinast Hólmsá skammt ofan við Gunnarshólma, sem rennur síðan í Elliðavatn. Talsvert er af fiski í ánni aðalega urriði 1-2 pund en í Nátthagavatni er talsvert af bleikju.

Stíflugarður var reistur fyrir ofan Gunnarshólma, en þá hækkaði yfirborð vatnsins, og var þar oft mjög góð veiði. Í ánni ofan stíflu var eingöngu urriði, að meðalstærð 1-4 pund og veiddust stundum fiskar yfir 8 pund. Áhrif stíflunar nýtur ekki lengur við og hefur veiðin á þessu svæði nánast horfið.

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*