Áhugaverð svæði
Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Langá á Mýrum

Langá á Mýrum

Langá á Mýrum er lindá, sem rennur úr Langavatni í Langavatnsdal. Skammt fyrir neðan brúna á þjóðveginum er í ánni Sjávarfoss, þangað sem gætir sjávarfalla og nokkru ofar fossinn Skuggi. Í minni Grenjadals er mikill laxastigi við Sveðjufoss og annar hjá fossinum Skugga og nokkru neðar við brúna er Langárfoss, þekktur laxveiðistaður. Urriðaá fellur í Langá á leirum við ósinn og um 5 km frá upptökum rennur úr Langá Gljúfurá, sem síðan rennur í Norðurá, skammt frá ármótum hennar við Hvítá.

Áin er ein af bestu laxveiðiám landsins og á sér fjölmarga aðdáendur. Hún er mjög fjölbreytt með um eitt hundrað skráða veiðistaði.

Langá hefur líklega forðum haft afrennsli niður Hraundal áður en þar varð eldgos í Rauðukúlum (291 m) sem stíflaði afrennsli niður í dalinn. Ofan hraunsins myndaðist Sandvatn og Langá fékk afrennsli suðaustur úr Hraundal og út í Borgarfjörð fyrir vestan Borgarnes.

Veitt er á 8-12 stangir í ánni, en tímabilið nær frá 21. júní og nær til 24. september.

Skemmtilegar myndir frá ánni:

Fish Partner

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár ...