• Haukadalsá

    Í hópi bestu laxveiðiáa landsins

Haukadalsá

Haukadalsá - Veiðistaðavefurinn

Haukadalsá rennur úr Haukadalsvatni í Hvammsfjörð, 10 km fyrir sunnan Búðardal. Fjarlægðin frá Reykjavík er u.þ.b. 150 km, en einungis í um 20 km fjarlægð frá Búðardal.

Haukadalsá er í hópi bestu laxveiðiáa landsins en þar er veitt er á fimm stangir og hentar áin einstaklega vel fyrir góða og samstillta hópa.
Þetta er fullkomin fluguveiðiá og flotlína og smáar flugur passa fullkomnlega, svo ekki sé talað um gárutúbur.

Haukadalsá er falleg og gjöful á þar sem veiðisvæði árinnar er um 8 km langt en merktir veiðistaðir eru 40 talsins, og hefur ánni verið skipt upp í 5 svæði, þannig að einungis er ein stöng á svæði.
Áin rennur úr einu stærsta stöðuvatni Vesturlands, Haukadalsvatni, sem sér ánni fyrir stöðugum vatnsbúskap vel inn í ágúst jafnvel í verstu þurrkasumrum.

Í ánni veiðist töluvert af stórlaxi ár hvert.

Veitt á 5 stangir í Haukadalsá á dag en tímabilið nær frá 20. júní til 17. september.
Eingöngu er leyfð veiði á flugu og skal öllum laxi 70cm og stærri sleppt aftur.
Kvóti er einn lax á stöng pr vakt. Þó er ekki neinn kvóti ef silungur lætur glepjast fyrir agni veiðimannsins.
Notarlegt og vel búið veiðihús er við ánna, með 6 tveggja mann herbergjum, sem hvert hefur sér baðherbergi og sturtu. Í húsinu er þar að auki sauna og heitur pottur, svo eitthvað sé nefnt.
Frá 2. júlí er skyldugisting í veiðihúsinu og er þá boðið upp á fulla þjónustu. Aukagjald er fyrir gistingu á skyldugistingartíma.

Haukadalsá – vinsælar flugur:

 

x

Check Also

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. ...