Áhugaverð svæði
Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðurlandi / Fossá í Þjórsárdal
 • Fossá

  Skemmtileg laxveiði í fallegu umhverfi

 • Fossá

  Skemmtileg laxveiði í fallegu umhverfi

 • Fossá

  Skemmtileg laxveiði í fallegu umhverfi

Fossá í Þjórsárdal 5/5 (2)
5/52

 Veiðistaðavefurinn

Fossá er ákaflega falleg á ofarlega í Þjórsárdal í Gnjúpverjahreppi, í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík, og á upptök sín í Fossárdrögum. Hún sameinast svo Þjórsá rétt neðan við þjóðveldisbæjinn að Stöng.

Hjálparfoss sem er einn fallegri foss landsins er efsta svæði laxasvæðisins, en það nær svo samfleytt niður að ósum Þjórsár, um 2 km leið í stórbrotnu umhverfi.

Bestu veiðistaðirnir eru neðan Hjálparfoss, en bæði eru lax og silungur í ánni.

Veitt er á 2 stangir á dag út tímabilið sem nær frá 15. júlí til 30 september, og eru þær ætíð seldar saman.
Einungis er heimil veiði á flugu og skal öllum fiski sleppt aftur.
Ekkert veiðihús er við ánna.

Fossá – myndir frá ánni:

Fish Partner

2 umsagnir

 1. Avatar

  Ótrúlega falleg á með vænum laxi.

  5/5

  5/5

 2. Avatar

  Þessi fær Toppeinkun. Flottir fiskar og nátturan maður.

  5/5

  5/5

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Villingavatn

Villingavatn er lítið 0.18 km2 vatn við enda Þingvallavatns til suðurs við hlið Ölvusvatnsá og ...