fbpx
Svæði sem vert er að skoða

Villingavatn

Villingavatn er lítið 0.18 km2 vatn við enda Þingvallavatns til suðurs við hlið Ölvusvatnsá og Ölvusvatnsós.
Þetta vatn er grunnt, um 800m langt og um 300 m að breidd.

Lítill lækur rennur úr vatninu í Þingvallavatn, en áður fyrr var þessi lækur einn af uppeldisstöðum Þingvallarurriðans sem hrygndi í læknum.

Í vatninu veiðist urriði sem getur orðið ógnarstór eins og Þingvallarurriðinn getur orðið.

Helstu flugur eru þær sömu og notaðar eru í Þingvallavatn, og hafa flugur eins og Black Ghost, og Black Ghost Sunburst verið ákaflega strekar í urriðann, auk hvítra og svartra nobblera.

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*