Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Flekkudalsá í Dalasýslu

Flekkudalsá í Dalasýslu

Flekkudalsá - Veiðistaðavefurinn

Flekkudalsá, eða Flekkan eins og hún er oft kölluð, er þriggja stanga laxveiðiá á sunnanverðri Fellsströnd við Hvammasjörð í Dalasýslu í um 202 km fjarlægð frá Reykjavík og um 39 km fjarlægð frá Búðardal.

Þetta er 20 km löng dragá sem á efstu upptök sín á hálendinu í Klofningsfjallgarði, og fellur til sjávar í Hvammsfjörð vestan við bæjinn Ytra Fell á Fellsströnd, eftir að hafa runnið frá upptökum sínum í gegnum strórbrotið umhverfi í Flekkudal, umvafið náttúrufegurð, enda Flekkudalur skógi vaxinn. Margir vilja segja Flekkuna vera fallegustu laxveiðiá Dalasýslu.

Flekkudalsá er snemmsumars laxveiðiá þar sem uppistaðan er smálax, þó vissulega komi stórlaxar á land einnig.
Meðalveiði í Flekkunni á árunum 2000 til 2013 var tæplega 210 laxar, þar sem mest var um veiði árið 2010, eða 301 lax, og minnst ári síðar, eða 107 laxar.

Silungur veiðist einnig í ánni í einhverju magni.

Veitt er með 3 stöngum út tímabilið sem er stutt, einungis frá 3. júlí til 12. september ár hvert, og nær vatnasvæðið yfir Flekkudalsá, Kjarlaksstaðaá, og Tunguá.

Veiðihús fylgir seldum veiðileyfum, en allar stangirnar eru seldar saman ætíð, og í tveggja daga hollum.

Upphafsmynd: Jeff Currier

Flekkudalsá – veðrið á staðnum:

x

Check Also

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. ...