Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vestfjörðum / Fjarðarhornsá á Barðaströnd

Fjarðarhornsá á Barðaströnd

Fjarðarhornsá - Veiðistaðavefurinn

Fjarðarhornsá er á Barðaströnd á Vestfjörðunum í um 270 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 128 km fjarlægð frá Patreksfirði. Efstu upptök hennar er á hálendinu á Kollafjarðarheiði, og fellur til sjávar innst í Kollafirði eftir að hafa runnið niður Fjarðarhornsdal.

Fjarðarhornsá er flokkuð sem laxveiðiá, en þar sem hún er nokkuð köld er hún nokkuð góð bleikjuá einnig, enda veiðast margir silungar þar ár hvert.

Átak var gert fyrir nokkrum árum til að auka laxgengd í ánna í samvinnu við Vegagerðina, sem löguðu til veiðistaði í ánni, og jókst veiðin í ánni til muna eftir það.

Það er Stangveiðifélag Patreksfjarðar sem hefur ánna á leigu og selur veiðileyfi.
Magnús Jónsson, formaður félagsins, ætti að geta veitt upplýsingar um veiði og veiðileyfi í síma 456 1350 eða í farsíma 892 7139.

Fjarðarhornsá – veðrið á staðnum:

x

Check Also

Selá í Steingrímsfirði

Selá í Steingrímsfirði er í Strandasýslu á mörkum Hrófbergshrepps og Kaldrananesshrepps í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 15 km fjarlægð ...