Arfavötn eru á Arnarvatnsheiði en Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru miklir heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði, og þekja gríðarstórt landsvæði á hálendinu. Heiðarnar búa yfir mikilli gróðursæld, eru góð beitilönd, og fuglalíf er þar mikið.
Þarna eru gríðarlegur fjöldi vatna, ár og lækjarsprænur, og eru vötnin svo mörg að hægt er að segja þau vera óteljandi, líkt og stjörnurnar á himnum. Í flestum vötnunum, ám og lækjum er nokkuð mikil og góð fisksæld, en í sumum meiri en öðrum, eins og gengur og gerist.
Arfavötnin eru 2, Arfavatn efra, og Arfavatn neðra. Ólafsvatnslækur rennur úr Ólafsvatni í Arfavatn efra, sem er lítið 0,14 km2 vatn sem liggur í um 470 metrum yfir sjávarmáli. Þetta vatn er sagt vera hið ágætasta veiðivatn, og þá sérstaklega á flugu.
Einn besti veiðistaðurinn í þessu vatni er frá tanga sem er nokkuð áberandi við vatnið vestanvert.
Frá Arfavatni efra rennur svo Arfavatnslækur í Arfavatn neðra, og er oft hægt að hitta á fisk í þessum læk sem rennur í nokkrum flúðum niður í vatnið.
Arfavatn neðra er nokkuð stærra en það efra, eða um 0.40 km2 að stærð, og liggur þetta vatn í um 450 metrum yfir sjávarmáli.
Oftast er nokkuð góð veiði í þessu neðra vatni.
Upphafsmynd á Ævar Ágústsson – horft yfir Arfavatn neðra og Arnarvatn litla
Arfavötn – vinsælar flugur: