Heim / Hálendisveiði / Arnarvatn litla – Arnarvatnsheiði

Arnarvatn litla – Arnarvatnsheiði

Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Arnarvatn litla er á Arnarvatnsheiði en Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru miklir heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði, og þekja gríðarstórt landsvæði á hálendinu. Heiðarnar búa yfir mikilli gróðursæld, eru góð beitilönd, og fuglalíf er þar mikið.

Þarna eru gríðarlegur fjöldi vatna, ár og lækjarsprænur, og eru vötnin svo mörg að hægt er að segja þau vera óteljandi, líkt og stjörnurnar á himnum. Í flestum vötnunum, ám og lækjum er nokkuð mikil og góð fisksæld, en í sumum meiri en öðrum, eins og gengur og gerist.

Arnarvatn litla er rétt austan við Úlfsvatn, liggur í um 450 metrum yfir sjávarmáli og er  rúmir 1.30 km2 að stærð. Þetta er frekar grunnt, en mjög gott veiðivatn, og kemur í raun næst Úlfsvatni þegar talað er um veiðiálag, en þarna er hægt að krækja sér vænan fisk, bæði bleikju og urriða.

Í Arnarvatn litla rennur Krummavatnslækur úr Arfavötnum sem er strax við hliðina til norðurs. Framundan þeim læk er einn besti veiðistaður í Arnarvatni Litla.

Arnarvatn Litla tilheyrir því vatnakerfi sem fellur í Norðlingafljót og er í miðri keðju vatna sem annarsvegar eiga upptök í Ólafsvatni og hinsvegar í Leggjabrjótstjörnum. Útfallið er til suðurs í gegnum 3 lón sem verður að Refsveinu. Hugsanlegt að þetta heiti samt Refsveina alla leið að útfalli.

Við Arnarvatn litla er lítið veiðihús sem hægt er að leigja, en þetta hús er 25m2 að stærð og með gistirými fyrir 8 manns.
Það er alveg þokkalegur jeppavegur að vatninu.

Upphafsmynd fengin af vefnum www.arnarvatnsheidi.is

Arnarvatn litla – vinsælar flugur:

x

Check Also

Veiðitjörn Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Veiðitjörn – Arnavatnsheiði

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega lítið, 0.30 km2 vatn sem liggur norð-austan við Arnarvatn litla og ...