Reynisvatn er eitt fjölmargra smávatna innan borgarmarka Reykjavíkur og er staðsett í Grafarholti.
Regnbogasilungi, urriða, bleikju og laxi hefur verið sleppt í vatnið.
Reynisvatn, eins og aðrar sleppitjarnir, er vinsælt hjá barnafólki, og öðrum sem eru að feta sín fyrstu skref í veiðinni, enda bókað mál að nóg er af fiski á staðnum og allur fiskur vel vænn.
Líklegt er að Reynisvatni verði lokað í enda október 2015.