Heim / Silungsveiði / Silungur á Suðvesturlandi / Voli – veiði nærri Selfossi

Voli – veiði nærri Selfossi

Voli er í nágrenni Selfoss og tekur einungis um 10 mín að keyra í Vola frá Selfossi til austurs.

Svæðið er mjög stórt, eða með Bitrulæk um 12-14 km, en veiðisvæðið nær frá brú við Þingborg að gömlu brúnni við Bár, auk Bitrulækjar.

Í Vola er staðbundinn urriði, staðbundin bleikja, sjóbirtingur, sjóbleikja, lax og jafnvel stöku áll.

Má segja að von sé í ágæta silungsveiði frá vori og fram til loka á haustin á Volasvæðnu.

Seld eru veiðileyfi til almennings og einungis eru 2 stangir leyfðar dag hvern út tímabilið sem nær frá 1. júní til 20. október.

Veiðihús fylgir seldu veiðileyfi.

x

Check Also

Mjóavatn í Þingvallahreppi

Mjóavatn er lítið 0,75 km² vatn í Þingvallahreppi, Árnessýslu við hliðina á Stíflidalsvatni, en lækur rennur úr Mjóavatni í Stíflidalsvatn. Það hefur verið mælt dýpst ...