Áhugaverð svæði
Heim / Silungsveiði / Silungur á Suðvesturlandi / Voli – veiði nærri Selfossi

Voli – veiði nærri Selfossi

Voli er í nágrenni Selfoss og tekur einungis um 10 mín að keyra í Vola frá Selfossi til austurs.

Svæðið er mjög stórt, eða með Bitrulæk um 12-14 km, en veiðisvæðið nær frá brú við Þingborg að gömlu brúnni við Bár, auk Bitrulækjar.

Í Vola er staðbundinn urriði, staðbundin bleikja, sjóbirtingur, sjóbleikja, lax og jafnvel stöku áll.

Má segja að von sé í ágæta silungsveiði frá vori og fram til loka á haustin á Volasvæðnu.

Seld eru veiðileyfi til almennings og einungis eru 2 stangir leyfðar dag hvern út tímabilið sem nær frá 1. júní til 20. október.

Veiðihús fylgir seldu veiðileyfi.

Fish Partner

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Mjóavatn í Þingvallahreppi

Mjóavatn er lítið 0,75 km² vatn í Þingvallahreppi, Árnessýslu við hliðina á Stíflidalsvatni, en lækur rennur úr Mjóavatni í Stíflidalsvatn. Það hefur verið mælt dýpst ...