Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi / Heiðarvatn í Mýrdal

Heiðarvatn í Mýrdal

Heiðarvatn - Veiðistaðavefurinn

Heiðarvatn er í Mýrdal í um 190 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 11 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal.
Þetta vatn hefur um árabil verið eitt af vinsælustu og þekktustu vötnum landsins þar sem hægt er að veiða næstum allar gerðir íslenskra ferskvatnsfiska, þ.e. sjóbirting, urriða, vatnableikju, og stöku lax.

Þetta vatn er um 1.9 km2 að flatarmáli og liggur í um 70 metrum yfir sjávarmáli.
Dýpst hefur það mælst um 30 metrar, en meðaldýpið er hinsvegar um 13 metrar.

Mikið af fiskinum í Heiðarvatni er smábleikja, en sjóbirtingurinn getur hinsvegar orðið allt að 13~14 pund svo ráðlagt er að hafa sterka tauma ef egnt er fyrir sjóbirting og urriða, svo ekki sé talað um laxinn sem hefur slitið ófáar silungalínurnar.

Úr Heiðarvatni rennur Vatnsá í Kerlingardalsá. Ekki er heimilt að veiða í Vatnsá með veiðileyfi í Heiðarvatn.

Seldar eru 4 stangir í vatnið, og er heimilt að veiða á flugu og spón út tímabilið sem nær frá maí til október ár hvert.

Sleppiskilda er á fiski 55 cm eða stærri, og auk þess öllum sjóbirtingi og laxi í vorveiðinni í apríl og maí.
Einungis er heimilt er að hirða 6 fiska á dag.
Aðkoma að vatninu er mjög góð, en hægt að er aka alla leið.
Ekkert veiðihús fylgir seldum veiðileyfum, en hægt er að leigja hús til gistingar við vatnið.

Heiðarvatn – vinsælar flugur:

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...