Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðurlandi / Vatnsá í Heiðardal

Vatnsá í Heiðardal

Vatsn+a - Veiðistaðavefurinn

Vatnsá er staðsett í Heiðardal sem á upptök sín í Heiðarvatni í Mýrdal í um 190 km fjarlægð frá Reykjavík, og einungis um 11 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Vatnsá fellur svo í jökulánna Kerlingardalsá, sem rennur til sjávar rétt austan við Vík í Mýrdal.

Þó stutt sé, þá er þessi litla og viðkvæma á með um 40 merkta veiðistaði, þar sem vænlegast hefur reynst til árangurs að læðast að öllum hyljum og byrja kasta löngu áður en komið er að ánni.

Í ánni veiðist bæði lax og sjóbirtingur, og árlega veiðast allt að 250 sjóbirtingar, og allt að 180 laxar, sem er ágæt veiði miðað við að einungis er veitt á 2 stangir út tímabilið sem nær frá 25. júlí til 10. október ár hvert.

Eingöngu er leyfð veiði á flugu í Vatnsá og hefur verið ákveðinn kvóti, 8 fiskar á stöng á dag, og þarf af mega einungis vera 2 laxar. Bannað er er með öllu að drepa laxa 70 cm og stærri, og silungi 55 cm og stærri. Einungis má drepa 6 silunga á stöng á dag.

Þegar kemur fram í október skal öllum laxi sleppt, og má þá drepa 8 geldsilunga sem eru undir 55 cm.

Við ánna er ágætt veiðihús með þremur tveggja manna herbergjum, auk stofu, eldhúss og salernis, en fyrir húsið þarf að greiða húsagjald.
Veiðihúsið er rétt við útfallið úr Heiðarvatni og liggur slóði að húsinu eftir að búið er að fara um hlaðið á Litlu Heiði við Heiðarvatn.

Vatnsá í Heiðardal – Skemmtilegar myndir frá ánni:

x

Check Also

Villingavatn

Villingavatn

Villingavatn er lítið 0.18 km2 vatn við enda Þingvallavatns til suðurs við hlið Ölvusvatnsá og Ölvusvatnsós. Vatnið er grunnt 800m langt og 300 m að ...