Gíslholtsvatn er í Holtahreppi í Rangárþingi í um 85 km fjarlægð frá Reykjavík.
Vatnið er um 1,6 km2 að flatarmáli, í 65m hæð yfir sjávarmáli og mesta dýpt er um 8 m. en meðaldýpt um 2,5 m.
Til að komast að vatninu er beygt inn á heiðarveg nr. 284 frá þjóðvegi nr. 1 rétt austan við Þjórsá.
Tvö vötn eru á svæðinu, Eystra og Vestra- Gíslholtsvatn. Handhafar Veiðikortsins mega aðeins veiða í eystra vatninu að vestanverðu, þ.e.a.s í landi Gíslholts.
Staðbundin bleikja og urriði. Bleikjan er öllu jöfnu nokkuð smá en urriðinn getur verið vel vænn.
Veiði er heimil allan sólarhringinn, er tímabilið allt frá því ísa leysir en nokkuð jöfn veiði er í vatninu yfir sumarið. Urriðinn tekur yfirleitt sérstaklega vel snemma á sumrin.
Athugið að einnig má stunda dorgveiði í vatninu, þegar svo ber við, í samráði við veiðivörð.
Heimilt er að veiða í vatninu með flugu, maðk, og spón.
Veiðivörður / umsjónarmaður: Bryndís Dyrving, Gíslholti, S: 487-6553 / GSM: 847-5787
Vinsælar flugur: