Heim / Silungsveiði / Silungur á Suðvesturlandi / Þórisstaðavatn í Svínadal
  • Þórisstaðavatn í Svínadal

    Fjölskylduvænt veiðivatn í námunda borgarinnar

  • Þórisstaðavatn í Svínadal

    Fjölskylduvænt veiðivatn í námunda borgarinnar

  • Þórisstaðavatn í Svínadal

    Fjölskylduvænt veiðivatn í námunda borgarinnar

  • Þórisstaðavatn í Svínadal

    Fjölskylduvænt veiðivatn í námunda borgarinnar

Þórisstaðavatn í Svínadal

Þórisstaðavatn er  við Þórisstaði í Svínadal. Á Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit er boðið upp á veiði í þremur stöðuvötnum, en þau eru Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn. Þau eru öll hluti af vatnasvæði Laxár í Leirársveit. Lax gengur í Þórisstaðavatn og silungur er þar staðbundinn, bæði bleikja og urriði.  Þórisstaðavatn er þeirra stærst, 1,37 km2 að stærð og liggur 71 m hæð yfir sjávarmáli.  Mesta dýpt vatnsins er um 24 m. Vötnin eru í um 82km fjarlægð frá Reykjavík, sé farið um Hvalfjarðargöng og 27 km frá Akranesi.  Fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins er tilvalin tilbreytni að keyra Hvalfjörðinn, en sú leið…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Möguleiki á afla

Sæmilegt

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Þórisstaðavatn er  við Þórisstaði í Svínadal.
Á Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit er boðið upp á veiði í þremur stöðuvötnum, en þau eru Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn.
Þau eru öll hluti af vatnasvæði Laxár í Leirársveit. Lax gengur í Þórisstaðavatn og silungur er þar staðbundinn, bæði bleikja og urriði.  Þórisstaðavatn er þeirra stærst, 1,37 km2 að stærð og liggur 71 m hæð yfir sjávarmáli.  Mesta dýpt vatnsins er um 24 m.

Vötnin eru í um 82km fjarlægð frá Reykjavík, sé farið um Hvalfjarðargöng og 27 km frá Akranesi.  Fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins er tilvalin tilbreytni að keyra Hvalfjörðinn, en sú leið tekur u.þ.b. 15 mín. aukalega.

Veiðisvæðið spannar allt Geitabergsvatn, allt Þórisstaðavatn og norðanvert Eyrarvatn.
Mest veiðist af urriða í vötnunum, en einnig bleikju auk þess sem lax veiðist stöku sinnum. Silungarnir geta orðið mjög vænir í vötnunum.

Leyfilegt er að veiða frá kl. 07.00 til kl. 23.00 til 20. ágúst, en eftir það má aðeins veiða til kl. 21.00.
Veiðitímabilið í vötnunum hefst 1. apríl og nær til 25. september ár hvert og er nokkuð jöfn veiði út tímabilið.

Eingöngu er heimilt að veiða með flugu, maðk og spón.

Á svæðinu er skipulagt tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu sem hægt er að kaupa aðgang að. Næsta gistiþjónusta er að Tungu í Svínadal og á Hótel Glym. Einnig er hægt að leigja sumarhús og ferðavagn á Þórisstöðum. Sjá nánari upplýsingar neðar.
Þórisstaðir eru í eigu Stjá (Starfsmannafélags Íslenska Járnblendifélagsins), en eru í útleigu til einkaaðila. Mjög gott aðgengi er að vötnunum og henta þau því mjög vel fyrir fjölskyldufólk og fatlaða.  Í næsta nágrenni má finna golfvöll, hótel, sveitakrá, hestaleigu, sundlaug og sölubúð.
Reglur: Veiðileyfi í vötnunum gilda ekki í ánum, Þverá og Selós. Öll umferð um árnar er stranglega bönnuð og eru þær vel merktar.  Korthafar eiga að skrá sig á Þórisstöðum og sýna þar Veiðikortið og persónuskilríki.  Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl og akstur utan vega er stranglega bannaður. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
Mjög gott aðgengi er að vötnunum og henta þau því mjög vel fyrir fjölskyldufólk og fatlaða.  Í næsta nágrenni má finna golfvöll, hótel, sveitakrá, hestaleigu, sundlaug og sölubúð.

Veiðivörður: Elvar Grétarson á Þórisstöðum, s: 691-2272.

Þórisstaðavatn – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Voli – veiði nærri Selfossi

Voli er í nágrenni Selfoss og tekur einungis um 10 mín að keyra í Vola frá Selfossi til austurs. Svæðið er mjög stórt, eða með ...