Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Héðinsfjarðará ( Fjarðará )
  • Héðinsfjarðará

    Ein besta sjóbleikjuá landsins í fallegu umhverfi

  • Héðinsfjarðará

    Ein besta sjóbleikjuá landsins í fallegu umhverfi

  • Héðinsfjarðará

    Ein besta sjóbleikjuá landsins í fallegu umhverfi

Héðinsfjarðará ( Fjarðará )

Héðinsfjarðará - Veiðistaðavefurinn

Héðinsfjarðará sem einnig er nefnd Fjarðará, er í Héðinsfirði í um 387 km fjarlægð frá Reykjavík, er um 4 km löng og rennur í Héðinsfjarðarvatn. Héðinsfjarðarvatn liggur alveg við sjóinn í um 1 metra yfir sjávarmáli og er um 4 km langt.

Héðinsfjarðará hefur löngum verið ákaflega vinsæl bleikjuveiðiá enda hafa oft verið sagðar sögur af stútfullri Héðinsfjaraðrá af bleikju.

Áður en Héðinsfjarðargöng vöru byggð var ekki hlaupið að því að komast í ánna, og var þá ýmist farið á bátum frá Siglufirði, eða gengið yfir Hólsskarð, sem er um þriggja tíma ganga.

Mikil ásókn hefur því verið í veiðileyfi í ánna í gegnum árin, enda er áin mjög góð sjóbleikjuveiðiá, en einungis er veitt á 4 dagsstangir í ánni fyrri hluta tímabilsins sem nær frá 15. júlí til 15. ágúst, en eftir það er leyfð veiði á 7 stangir.

Bleikjan byrjar að ganga seinnipartinn í júní og í byrjun júlí og er þá ágæt veiði í vatninu. Áin sjálf fyllst svo af bleikju þegar kemur fram í ágústmánuð. Þetta er allvæn bleikja og getur hæglega farið í allt að 5 pund.

Fyrir þennan tíma er góð veiði í fjörunni fyrir framan Héðinsfjarðarvatnið sjálft, og er þetta einn af afar fáum stöðum á landinu þar sem seld eru veiðileyfi í sjóveiði sérstaklega.

Það er Stangveiðifélag Siglfirðinga sem sér um veiðileyfi í Héðinsfjarðará, en samningur þess efnis var gerður árið 2015.

Héðinsfjarðará – Skemmtilegar myndir af svæðinu:

 

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...