Djúpavatn

Djúpavatn er á Reykjanesi og er vegalengdin frá Hafnarfirði um 25 km. Ekið er í átt að Krýsuvík, beygt til hægri á móts við malarnámurnar í Vatnsskarði, og keyrt í átt að Vigdísarvelli.

Djúpavatn er 0,15 km² stöðuvatn sunnan Trölladyngju og Soga á Reykjanesskaga í 195 m hæð yfir sjó.

Dýpsti hluti þess er 16,7 m og það er líklega gígvatn líkt og Grænavatn á Vesturhálsi og Arnarvatn á Sveifluhálsi.
Umhverfi þessa vatns er ákaflega fallegt og friðsælt.

Mikið er af bleikju í vatninu en hún er fremur smá.
Það var talið fisklaust þar til bleikju af Þingvallastofni var sleppt í það í kringum 1960.

Vatnið er afar vinsælt hjá fjölskyldufólki, umhverfið er mjög barnvænt og einungis selt einum aðila í senn(einstaklingum), og því hægt að hafa vatnið og veiðihúsið út af fyrir sig. Á hverju ári sleppt töluverðu af vænum urriða í vatnið og veiðivon þvi góð allt sumarið og eru veiðimenn beðnir um að gæta hófs í því sem þeir hirða af sleppifiski og kynna sér vel þær reglur sem þarna gilda, inni í veiðihúsinu.

Veiðibók: Liggur frammi í veiðihúsi, mikilvægt að skrá allan afla.

Veiðileyfi: Félagar í SVH fá úthlutað, eftir það eru öll leyfi á leyfi.is.

Vatnið er leigt í heilu lagi og fylgir ágætt veiðihús leyfinu en í því er góð snyrting, 2 herbergi m/ 4 kojum hvort, eldhús með gashellu, borðbúnaði og áhöldum, setustofa og gott úti-kolagrill. Athigið að taka með sér rúmfatnað / svefnpoka, borðtuskur og viskastykki.
Veiðimenn mega koma í húsið kl.18.00 daginn fyrir skráðan veiðidag, og skulu vera farnir fyrir kl. 18.00 á síðasta veiðidegi. Muna að ræsta hús og taka með sér allt rusl og líka það sem er utandyra, þrífa grill og hirða girni og fl.
Allt að 10 stangir eru leyfðar með hverju leyfi.
Öll notkun báta er bönnuð af öryggisástæðum.
Lyklabox er á húsinu og þurfa menn að senda e-mail á stjorn@svh.is til að fá uppgefið númerið, ásamt staðfestingu á kaupunum (kvittunin af leyfi.is)

Vinsælar flugur:

 

x

Check Also

Laxá í Aðaldal- Nesveiðar

Laxá í Aðaldal Nessvæðið er margrómað veiðsvæði og  er staðsett í um 12 km fjarlægð frá Húsavík. Til að komast á svæðið er ekinn er ...